Yndislega Austurland .)

Það er spennandi helgi framundan. Ég á leið austur á land Heartúff hvað ég hlakka til. Það er ótrúlegt hvað landsbyggðahjartað slær hraðar þegar svona ferð er í augsýn. Það er nú ekki svo að um langa dvöl sé að ræða, tæpir tveir sólarhringar, en, það er hægt að hlaða sálarrafhlöðuna heljarinnar mikið á þeim tíma.

Það sem er svo heillandi við þetta litla land okkar er hversu gífurlegar andstæður (veðurfarslega) eru á ekki stærra skeri en raun ber vitni. Það er farið upp í flugvél hér syðra í marauðu og eftir tæplega klukkustundar flug lent á Egilstöðum eða Akureyri í kafaldssnjó. Mér þykir það alltf jafn skrýtið, þó svo ég sé búin að upplifa þetta "milljón" sinnum. Núna eru einmitt svona aðstæður, allt marautt hér syðra en búið að kakka niður snjó á Egilsstöðum. Það verður dásamlegt að anda að sér sveitasúrefninu, það er einhvernvegin áhrifameira en borgarsúrefnið, ekki spurnig, svo kyrrðin á kvöldin, hún fyllir mann svo mikilli orku.SmileSmile Þessi sífelldi niður, allavega þar sem ég bý hleðst einhvernvegin upp í sálinni og veldur mér þreytu þegar til lengdar lætur. þessvegna finnst mér nauðsyn að komast út fyrir ysinn og þysinn með reglulegu millibili til að halda sálartetrinu í þokkalegu formi.

Ég er bara helsjúkur landsbyggðamaður sem fyrir misskilning lenti hér á mölinni og verð að bíta í það súra epli,en geri það besta úr því sem hægt er. Það er ekki svo erfitt, las Pollýönu á sínum tíma og smelli mér þá í þann gír þegar við á.............ekki flókið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband