Langlundargeð þjóðarinnar gæti orðið dýrkeypt.

Það sem á undan er gengið í þjóðfélaginu á ekki sinn slíkan. Ég verð alltaf meira og meira skelfingu lostin eftir því sem dagarnir líða og fleira kemur í ljós um þá spillingu sem á sér stað í þjóðfélaginu. Ég hef velt því mikið fyrir mér, hvers vegna ríkisstjórnin hefur ekki tekið harðar á málum en raun ber vitni. Er þetta blessaða fólk bara ekki líka flækt á einhvern hátt inn í alla græðgina sem hér réð ríkjum, ekki kæmi það mér á óvart. Eitthvað veldur því að ekki er neitt aðhafst.

Ég hef staðið vaktina hvern laugardag til þessa ásamt öllum hinum, en nú hefur heldur betur fækkað á vellinum. Ég er SVO hrædd að uppgjöf eða þetta blessaða langlundargeð okkar sé að koma okkur í koll. Við MEGUM ekki gefast upp. Það verður "að halda sjó," eins og sagt er á sjómannamáli. Það er við ramman reip að draga, veit ég vel, en fjandinn sjálfur, við höfum allt að vinna, engu að tapa. Það er bara komin tími til að fólkið í landinu segi sitt og þess vegna taki af skarið. Við eigum ekki að láta bjóða okkur þá svívirðu sem þessi svokallaða ríkisstjórn býður okkur uppá. Þau eru að vinna sér tíma einhverra hluta vegna , það sýnist mér augljóst.

Þetta er bara "fólk" þarna inni á þingi, eins og ég og þú. Breyskir einstaklingar sem eiga  eflaust erfitt með að standast freistingar græðginnar, sem riðið hefur  Íslandinu okkar svo fantalega.

Ég held að vandinn okkar sé mikið  sá að við kunnum ekki að takast á við svoddan, sem nú ríður húsum, við kunnum ekki að mótmæla, við ÞORUM ekki.Fólkið sem staðið hefur vaktina BETUR  en við sem höldum okkur við þessi hefðbundnu mótmæli hvern laugardag,á heiður skilið. Það ÞORIR. Hvað sagði ekki Kvennalistinn á sínum tíma "Ég þori, get og vil" jahá, þannig var nú það.  Ég skal segja ykkur það að frá því fyrsta var mín trú að skipta yrði út í ÖLLUM  þeim áhrifa stöðum sem þessu tengist. Þetta er ekki flókið, ekki frá mínum bæjardyrum séð, EN, þegar maður hefur ekki hreinan skjöld og þarf að varðveita einhver "leyndarmál "þá er ekki hægt að "tækla"hlutina svona.

Ég segi bara BURT allt þetta SK'ITAPAKK. Þið hafið ekki þá dómgreind til að bera sem hæfir stjórnendum landsins okkar. Svo einfalt er það nú bara. 

Nú eru jólin að bresta á :) sá yndislegi tími. Við megum samt ekki sofna á verðinum.

 Hátíð ljóssins, í landi myrkursins sem yfir okkur grúir. 

Ég óska ykkur góðra og friðsælla jól. Ég vona  að þjóðin mín láti af sínu langlundargeði og KREFJIST réttlætis , má þar nefna "kvótann" sem ég vil sjá til baka fenginn og er ósátt, að ekki skuli aðrir en hinn "frjálslyndi"  flokkur knýja þar á. 

Ég ætla í öllum þessum róstum að taka mér rólega stund og lesa "Aðventu" Gunnars Gunnarssonar, í þriðja eða fjórða skiptið :) þetta er bara svo frábær þjóðleg saga, sem kemur manni til að "hugsa".

Gleðileg jól yndislegu landar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sammála þér Ásta mín... Ég óska þér innilega gleðilegra hátíðar og farsældar á komandi ári.. Þakka góð og persónuleg kynni á liðnu ári.. Vona að við sjáumst oftar með hækkandi sól... Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ég er sammála þér að það þarf að skipta út því forráðamenn þjóðarinnar eru allir meira eða minna flæktir í spillingu Mammons.

Mikið var gaman að þú skildir finna mig eftir öll þessi ár.

Guð gefi þér Gleðileg Jól og farsæld á komandi árum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 09:37

6 identicon

Elsku Ásta mín, ég er svo sammála að það hálfa væri nóg.  Ég er hinsvegar alls ekki neitt hissa, það hlaut að koma að því að eitthvað léti undan í öllu bruðlinu og vitleysunni.  Hér væri hægt að byggja upp miklu betra þjóðfélag og vonandi sjá ráðamenn sóma sinn í því að koma almenningi til hjálpar á einhvern hátt.  Í framtíðinni ættum við svo að fara dálítið öðruvísi að, hvað höfum við t.d. með forsetaembættið að gera?  Er ekki nóg að hafa forsætisráðherra til að sinna þeim störfum sem nauðsynleg eru?  Er það alveg bráðnauðsynlegt að hafa forseta sem er á ferðinni út um allar trissur til að sanka að sér titlum og orðum sjálfum sér til dýrðar. Svo heita þessar ferðir landkynning!  Ja svei svei. Hvernig  er svo með almenningssamgöngur, sannarlega þyrfti að bæta þær. eða skyldi það nú vera alveg bráðnauðsynlegt að hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu eigi tvo til þrjá bíla?  Það er ekki auðvelt að vera bíllaus þegar fólk þarf að taka tvo til þrjá strætisvagna í vinnuna!  Þessu þarf að breyta, fleiri já miklu fleiri strætisvagnar, burt með allan þennan bílaflota af götunum, betra loft, minni umferð og betri andleg líðan!  Er það ekki ótrúlegt hvað einstaka drullusokkar hafa komist upp með í þessu þjóðfélagi, fjandinn hirði þá. Á morgun förum við úr bænum,til að slaka á en sá sælureitur sem þetta litla sumarbústaðasamfélag er hefur heldur ekki fengið að vera í friði fyrir lögbrjótum og náttúruskemdarvörgum. Segi þér frá því seinna, er búin að æsa mig alveg nóg í bili.  Gleðilega jólarest Ásta mín. þín Dana.

Dana 26.12.2008 kl. 16:36

7 Smámynd: Hulla Dan

Gleðileg jól til ykkar elsku frænka og 8000 þakkir fyrir kortið og myndina af ömmu minni.

Láti þið ykkur líða vel.

Hulla Dan, 26.12.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband