Rjúfum stjórnmálasambandið við Ísrael.....STRAX

Ég er harmi slegin efir þeirri skelfingu sem nú ríður yfir Gaza. Þetta er ekkert annað en slátrun, útrýming þjóðar. Ég skammast mín fyrir að land mitt skuli hafa stutt  stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma, en það er búið og gert, en ég bara trúi ekki öðru en hver heilvita maður sem vill hugsa sjái og geri sér grein fyrir því sem þarna á sér stað. Við eigum ekki að halda tengslum við ríki sem virðir engin mannréttindi og murkar líf úr börnum sem og öðrum. Ég held við ættum að hugsa okkur hvernig það væri ef börnin okkar gætu ekki leikið sér frjáls úti, alltaf væri hætta á sprengjuregni. Það fólk sem þarna býr veit aldrei að morgni hvort öll fjölskyldan er saman komin að kveldi. Ég held já, að við í þessu alsnægta þjóðfélagi, ég segi alsnægta þjóðfélagi því miðað við alla þá skelfingu sem skekur nú Gaza og ýmsar aðrar þjóðir þá megum við vel við una. Ég er ekki að  tala um að við hættum okkar baráttu hér, sannarlega ekki. Við eigum að halda okkar striki og koma  frá öllu þessu spillta liði sem búið er að koma okkur í þá stöðu sem við nú erum í. Það breytir ekki því að þegar svo skelfilegir atburðir gerast í fjarlægu landi þá eigum við að nota allt það afl sem við eigum til að hjálpa. Við sem þjóð eigum ekki að vera vinir allra, eins og  t.d. Ísraels og Kína. Ég er  ósátt við stjórnmálatengsl við þessi ríki sem troða á mannréttindum. Þessi tvískinnungur sem er í orðum ráðamanna þar á meðal forsetans, valda mér velgju og ógeði. Þeir koma fram fyrir þjóðina og tala um virðingu, réttlæti og ekki má gleyma "mannréttindi" en hvað svo ? Þeir leggja land undir fót og fara í heimsóknir til  þessa BÖÐLA, vinsamlegir og ljúfir sem lamb, því þeir eru svo miklir VINIR. Oj bara, hvar er samviska þessa manna? eða eru þeir samviskulausir? Fjandinn sjálfur, ég get ekki annað sagt. Það er ekki að sjá, né heyra, að þeir geti með nokkru móti greint á milli hver er BÖÐULL og hver ekki. Við eigum ALLTAF að standa með þeim sem minna mega sín, ég tala nú ekki um þegar slátrun á fólki er orðin markviss aðgerð eins og nú gerist á Gaza. Ég  var á Lækjartorgi í dag þar sem komið var saman og mótmælt þessu blóðbaði Ísraela. Þar sá ég spjald sem á stóð "Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn" Þessar línur úr ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, ljóði sem lifir með íslensku þjóðinni. Þar var það að vísu "djarfur" breskur dáti að verki, dáti sem "óvart" skaut litla palestínska stúlku i stað föður hennar. Þetta ljóð var lesið upp í kvöldfréttatíma á ruv í kjölfar fréttar sem lesin hafði verið í hádeginu. Þetta var eins og að tíminn færi til baka og ég hugsaði hversu stutt við erum komin í þroska að við skulum enn og aftur þurfa að koma saman og mótmæla slíkum hryðjuverkum.

Ég er sorgmædd og döpur fyrir hönd Palestínsku þjóðarinnar. Ég er samt glöð í hjartanu mínu að hún móðir mín skyldi kenna mér það í uppvextinum að ALLT kæmi okkur við, ALLIR væru jafnir hvar sem í heiminum væru og hvaða litarhátt þeir bæru. 

Ég sendi hér með ákall til ykkar landar mínir. Knýjum á stjórnvöld að slíta öllu sambandi við  Ísrael og Kína.

Ég óska þjóðinni minni góðra og gleðiríkra áramóta og kjark til að standa með  sjálfri sér í baráttunni á komandi ári. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Skúlason

Sæl frænka á síðasta degi þessa árs.
Vil nota þetta tækifæri og þakka þér bloggvinatengslin á árinu og hvað þú ert dugleg að fylgjast með frænda þínum.  Ég kíki alltaf reglulega inn til þín líka og finnst gaman og gott að vita að krafturinn í þér er ennþá á sínum stað.

Þessi góði pistill þinn hér gæti allt eins verið minn, svo mikið er ég sammála þér.

Óska þér og þínum alls hins besta á komandi ári
Þinn kæri frændi
Andrés

Andrés Skúlason, 31.12.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Biðjum Palestínu friðar

Biðjum Jerúsalem friðar

Biðjum Guð um frið fyrir alla heimsbyggðina

Bið að heilsa Andrési frænda þínum. Er hann bróðir Eyjólfs og Valgeirs sem voru skólabræður mínir?

Langar að benda þér á tvo pistla á síðunni minni um Deilur Ísraela og Araba og Ísrael 60 ára.

Megi almáttugur Guð blessa þig og færa þér hamingju og frið um ókomin ár.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:57

3 identicon

Eftir að  5000  eldflaugum af kassem gerð hefur verið skotið frá Gaza  inn yfir Ísrael, þá hlýtur að liggja í augum uppi   að Ísraelar eru neyddir til að grípa til gagnráðstafana til að verja sjálfa  sig.

Opinber stefna samkvæmt  Stjórnarskrá Hamas er að gereyða Ísrael.

Opinber  stefna   hins pólitísk  Íslam  er að drepa hvern einasta Gyðing  (og raunar alla kafíra=Ekki-Múslíma, sem neita að játast Íslam)..

Vinsamlegast  hafið þetta í hug  þegar  sleggjudómar eru látnir dynja á Ísraelsmönnum.  Þeir eru auðvitað í fullum rétti.

 

Skúli Skúlason 31.12.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Árni þór

Fréttaflutningur í fjölmiðlun hérna á landi er mjög einhliða
sjáið þessa grein á síðu Aglow; http://www.aglow.is/blog/record/334429/

Árni þór, 1.1.2009 kl. 04:11

5 identicon

Sæl og blessuð Ásta mín og gleðilegt nýtt ár, já og kærar þakkir fyrir þau gömlu.  Ég er svo hjartanlega sammála þér með Gasa, nema að það var aðeins örlítið brot íslensku þjóðarinnar sem studdu stofnun Israelsríkis á sínum tíma, við megum ekki gleyma hinum sem ekki er hlustað á.  En þessar fréttir eru hryllilegar og vart hægt að trúa öðru eins. en samt er þetta alltaf að gerast og það enn í dag. Svona erum við mennirnir vanþroskaðir og vondir.  Héðan úr sveitinni eru bara góðar fréttir, kyrrð og friður og í dag hefur ringt mikið. Það logaði á kertum úti í gær en annars unaðslegur friður og nær alveg flugeldalaust,en mér er ekkert sérlega vel við þá.  Það hefur þó ekki alltaf verið þannig, ekki þegar krakkarnir voru litlir og þegar ég sjálf var barn.  Samt man ég þær stundir sem ég lá undir rúmi hundinum til samlætis, en hann Þ.e.s. hundurinn var afskaplega hræddur við sprengingarnar og blossana.  Ef ég mætti eiga mér ósk þá væri hún um frið á Gasasvæðinu, það er skelfilegt að hlusta og horfa á þennan hrylling.  Hafðu það gott á nýja árinu Ásta mín, kem bráðum stormandi inn úr dyrunum hjá þér, nú ætla ég að fara að lesa Nautamál á nýjársnótt eins og ég er vön á þessu kvöldi. Kveðjur frá Lárusi, þín Dana.

Dana 1.1.2009 kl. 20:55

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Gleðilegt ár mín kæra, og takk fyrir ánægjulega kynni í bloggheimum og heimsókn í sl. sumar.  Við sjáumst vonandi aftur á þessu ný byrjaða ári, sem leggst vel í mig. Þau eru skrítin þessi stríð  Að mestu leiti byggjast þau upp á trú.  Það er orkan sem er sett í þau. Trúin er svo misjafnlega útfærð og túlkuð til jarðabúa að hún kemur af stað heift og reiði.

Hér komu um daginn menn frá vottum, og voru að banka upp á og bjóðast til að lesa upp úr biblíunni í  húsinu mínu..  Ég af þakki það með öllu, en einn hélt áfram, svo ég greip inn í og sagði ég hef mína trú, ég treð henni ekki upp á þig, ekki reyna að troða þinni trú á mig.  Hann varð mjög hissa og fór.  Svona frekja getur gert mann pirraðan, þannig að þar sem sterkir öfgar eru hafðir við trúariðkun gæti verið  tákn um að upp úr siði og  myndað öflug stríð.

Ég vil fá frið með mína trú því að ég á minn guð eins og allir eiga, en hann er minn og býr í hjarta mínu, en ekki á torgi.

Stríð er hræðilegt fyrir alla.

Takk fyrir að vera þú Elsku Ásta mín.  Vona að guð gefi þér gott ár og flæði til allra verka.

Hlý norðlensk kveðja úr þokunni sem grúir yfir okkur en það við frostmark á mælir.  

Sigríður B Svavarsdóttir, 3.1.2009 kl. 17:30

7 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Þakka ykkur öllum ykkar innlegg ætla nú ekki að fara að svara hverjum og einum þá kæmi hér  ritgerð ein mikil við höfum greinilega ekki öll sömu sýn til þess sem er að gerast þarna austurfrá. Ég ætla nú að taka svo stórt upp í mig að kalla þetta "sláturhús" eða "útrýmingarbúðir" það ættu gyðingar að þekkja. Þarna  er einn tæknivæddasti her heims að verki og íbúar Gaza króaðir af og komast hvorki lönd né strönd. Þetta er ekki ólíkt því og gerst hefur víða í Afríku og þjóðir heims látið sig það litlu skipta. Það skyldi þó ekki vera að litarháttur skipti þar máli??? Þeir "hvítu" hafa gjarnan sett sig á háan hest og litið á sig sem einhverja æðri veru ( má t.a.m. nefna  Aríana hans Hitlers forðum) nú beita þeir sem hundeltir voru þá svipuðum takti á Gaza.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 5.1.2009 kl. 18:38

8 Smámynd: Hulla Dan

Gleðiegt ár frænka mín :) Og þakka þér kærleg fyrir fallega kortið.

Ég er svo innilega sammála þér. Góður pistill og vonandi lesa hann sem flestir.

Knús yfir hafið.

Hulla Dan, 13.1.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband