Færsluflokkur: Bloggar
16.3.2008 | 17:02
Áfram Drangsnes :)
Það er ánægjulegt að lesa fréttirnar frá Drangsnesi. Þar er mikill hugur í fólki og verið að auka gistirými til muna. það hreyfir alltaf við landsbyggðahjartanu mínu þegar svo ánægjulegar fréttir berast úr litlum byggðalagi sem þessu Staðurinn Drangsnes er einkar áhugaverður og mikið skil ég það fólk vel sem vill halda þar búsetu. Þetta litla þorp þarna í norðrinu lætur ekki mikið yfir sér, ég hef aðeins einu sinni komið þarna á leið minni til Djúpavíkur sem er ekki síður áhugaverður. Þessir staðir búa yfir mikilli sögu og mér fannst svo margt liggja í loftinu........einhver dulúð og rómantík. Það er ekki betri leið til að hlaða sálina en sækja svona staði heim, að öðrum stöðum ólöstuðum. Strandirnar eru bara heillandi og eftir að hafa komið þar sækir hugurinn alltaf aftur og aftur þangað, það er eins og þessir staðir hafi einhvern dulinn kraft sem segir að maður VERÐI að sækja þá aftur heim. Það ætla ég líka að gera, það eitt er víst. Þá vonast ég til að komast norður fyrir Djúpavík því þar endaði ég för mína síðast. Eftir að hafa lesið bók Hrafna Jökulssonar "Þar sem vegurinn endar" jókst þrá mín eftir að komast alla leið........eða,þar sem vegurinn endar.
Bókin sú er perla og hann á þakkir skilið fyrir að miðla til okkar á þann skemmtilega hátt þessari lífsreynslu sinni.
Skoðaði áðan vefinn landslif.is sem hún "siggabara"uppfærir. Flottur vefur og kennir þar margra grasa af fréttum af landsbyggðinni, á eftir að líta oft við þar í framtíðinni.
Veðrið er búið að vera dásamlegt hér í höfuðborginni og nágrenni, smellti mér á gönguskíðin í gær, það var SVO fallegt að líta yfir landið snævi þakið, allt svo hreint og tært. Það er einmitt þetta hreina tæra sem ég sakna alltaf þegar ég er erlendis, eins og það er nú annars gaman að flakka um önnur lönd
Svo er bara að vona að veðurguðirnir verði hollir okkur landsmönnum þessa páska svo hægt verði að nota fríið til útivistar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 23:45
"Flugdrekahlauparinn"
Þá er ég búin að sjá "Flugdrekahlauparann"
Það er nú stundum svo að ekki kemst til skila efni bókanna þegar verið er að gera kvikmyndir eftir þeim. Ég er því búin að vera spennt, en þó kvíðin eftir að ég vissi að þessi mynd var í farvatninu. Þetta er ein af mínum eftirlætis bókum, hafði djúp áhrif á mig og var sérlega áhrifa mikil þar sem hún er skrifuð í fyrstu persónu.
Ég er glöð með hversu vel efni bókarinnar kemst til skila á tjaldinu. Það eina sem mér þótti miður var hvernig skiptingin á tungumálunum var. Ég var ekki alveg að skilja hvers vegna enskan var notuð eins mikið og raun bar vitni.
Við lentum í rangan sal til að byrja með. Allt í einu var Rambó....eða eitthvað slíkt komið á tjaldið og það var byrjað að hvísla "við erum í vitlausum sal" "já alveg örugglega" "komum okkur út, við fórum ekki til að horfa á Rambó" upp var staðið og laumast út og í réttan sal sem var nær fullur ekki gott, lentum í næstfremstu röð og sátum því mjög svo háleitar meðan á sýningu stóð. Það verður passað vel upp á þennan hluta í næstu bíóferð
Þetta var ljómandi dagur. Fór í sveitina fyrripartinn og fékk mér göngu í þögninni, veðrið var fallegt og það var gott að rölta um og finna lyktina af snjónum, hún er svo spes. Ótrúlegt hvað hún sól vinkona mín er komin hátt á loft, það var þó nokkur sólbráð í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2008 | 20:55
Fann sólina og ......indíána :)
Skemmtileg sú tilviljun að hitta indíána á ferð minni um Spán,n.t.t.í Altea, eftir að hafa helgað þeim viku á blogginu mínu:) Ég varð verulega glöð, ekki verður annað sagt. Þarna fluttu þeir tónlistina sína og seldu vörur frá sínu heimalandi sem er Ecuador. Fallegt fólk og dásamleg tónlist sem nú hljómar í mínum híbýlum.
Vikan sem við dvöldum á Spáni var MJÖG skemmtileg og alveg með ólíkindum hvað við náðum að nýta tímann vel. Eftir að hafa verið í Altea ókum við upp í fjöllin og heimsóttum þorp sem heitir Guadalest, einkar rómantískt og margt að skoða. það geymir mikla og langa sögu, toppurinn hefði verið að gista en það verður bara næst :) Kvöldið var nefnilega frátekið á Benidorm Palace, glæsilega sýningu sem heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum. Þarna bar að líta glæsilega dansa og alla fallegu senjórítukjólana, ekki leiðinlegt:)
Veðurspáin fyrir þessa viku okkar var nú búin að lofa rigningu en þegar upp var staðið var það einungis einn dagur sem rigndi :)mikið lán, ekki annað hægt að segja, geta farið á ströndina og synt í sjónum ummmm, dásamlegt. Fengum aldeilis ljómandi hótel þar sem stjanað var við okkur. Dönsuðum upp að hnjám hvert kvöld, vel nýttur tími.
Hótelið okkar var staðsett í miðbænum og þar eru eintómar einstefnugötur og ekki laust við að erfitt sé að komast á réttu staðina þegar maður er ókunnugur .) við fengum að kenna á því kvöldið sem við komum, gátum bara ekki fundið áfangastaðinn og að endingu hittum við mann sem var að pússa bílinn sinn, við gátum gert honum skiljanlegt að við værum villtar, hann talaði einungis spænsku svo við notuðum allskyns tákn, sem hrifu. Þessi öðlingur bauðst bara til að aka á undan okur og að endingu eftir mikla króka og keyrslu lentum við loks á rétta staðnum, þeim innfædda gekk nefnilega ekkert verulega vel að finna blessað hótelið .) en allt er gott sem endar vel og á hann miklar þakkir skilið. Það tók svo það sama við þegar við komum frá Guadalest, rúman klukkutími, takk, tók að sniglast um og finna réttu leiðina að hótelinu, allt þessum fjandans einstefnu götum að kenna, en svo var hlegið að þessu á eftir og við sáttar við að missa ekki þolinmæðina, því við vissum hvar hótelið var en komumst bara ekki að því, meiri vitleysan :)
Þær voru skemmtilegar andstæðurnar þann 27. heimferðardaginn. Sólin skein og við gengum berum fótum á ströndinni, þegar svo stigið var út úr vélinni 10 tímum síðar kyssti kuldaboli okkur og bauð okkur velkomnar á landið ísakalda. Bíllinn var svo mokaður upp, loks þegar hann fannst.
Eins og ég elska sólina mikið og finnst dásamlegt að geta verið léttklædd þá fannst mér gott að koma í svalann og finna tært loftið. Svona eru andstæðurnar miklar í manni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2008 | 09:41
Í sólarleit :)
Eins og það er nú dásamlegt að hafa íslenskan vetur , eða því sem næst, þá hefur sólin ekki vitjað mikið hér á höfuðborgarsvæðinu. Hún, sólin hefur verið mun elskari að Austurlandi það sem af er árinu. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarar handar sólardagarnir hér syðra. Þegar þannig árar er ekki um annað að ræða en að leita þá gulu uppi :) Ég ætla að vera aðeins stórtækari en að fara austur á land í sólarleitinni og bregða mér til Spánar :) :)
Það er nú dálítið fyndið........við sátum við tölvuna í gær að skoða hvernig veðrið yrði á Spáni þessa viku sem þar verður dvalið. Nema hvað, það á víst að rigna megnið af vikunni, ha,ha,ha,ha. Íslendingurinn ætti nú að þola það, allavega við sem búum hér á rigningarsvæðinu sv lands.
Bílaleigubíllinn verður þá nýttur meira og flakkað um, allavega verður gaman það eitt er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2008 | 20:46
"Þar dó draumur þjóðar"
"Ég vissi ekki þá hve miklu var lokið. Nú er ég horfi um öxl af hæð elli minnar get ég enn séð konurnar og börnin sem var slátrað, liggjandi í hrúgum vítt og breitt við bugðóttan lækjarfarveginn. Ég sé það jafn skýr og áður með augum sem enn voru ung. Og ég sé að dálítið annað dó þar í blóðugri eðjunni og var grafið í bylnum. Þar dó draumur þjóðar. Sá draumur var undurfagur.......gjörð þjóðarinnar er brotin og dreifð. Miðjan er týnd og hið helga tré er dáið"
SVARTI ELGUR
Þetta er síðasta tilvitnunin að þessu sinni í bókina "Heygðu mitt hjarta við Undað Hné" Þetta er mikil saga, ljót saga. Saga þjóðar sem var útrýmt. Þjóðar sem sannarlega lifði í sátt við náttúruna og var laus við ágirnd og græðgi "hvíta mannsins" Þessi saga er því miður enn að gerast þó í annarri mynd sé. Ekki eru allar sögur eins. Ég er nú að lesa þessa bók í þriðja skiptið og alltaf má af henni læra. Ég hef frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga og mikla samúð með þessari merku þjóð sem varð að víkja fyrir hinni svokölluðu "siðmenningu" siðmenningu sem við erum ekki alltaf allskostar sátt við, siðmenningu sem í skjóli þess orðs ryðst áfram óhugsað um afleiðingar gerða sinna. þó langt sé um liðið og nú sé árið 2008 ,þá megum við ekki gleyma sögunni, megum ekki gleyma hversu dýrmætt er að eiga ósnortið land sem við getum notið.
Ég er móður minni afar þakklát fyrir að innræta mér þá hugsun, að öll séum við jöfn óháð litarhætti og uppruna. Hjarta mitt hefur og mun alltaf slá með þeim sem vilja vera metnir að eigin verðleikum hver sem uppruninn er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 22:31
Undað Hné.
"Það var engin von á jörðinni og Guð virtist hafa yfirgefið okkur. Sumir sögðust hafa séð Guðssoninn, aðrir sáu Hann ekki.Ef Hann hefði komið hefði Hann gert mikla hluti eins og Hann gerði fyrrum. Við efuðumst því við höfðum hvorki séð Hann né verk Hans"
"Fólkið vissi ekki. Því var sama. Það hrifsaði vonina. Það hrópaði eins og vitfirringar á miskunn Hans.Það greip dauðahaldi í loforðið sem það hafði heyrt eftir Honum"
"Hvítu mennirnir voru hræddir og kölluðu á hermenn. Við höfðum grátbænt um líf og hvítu mennirnir héldu að við sæktumst eftir lífi þeirra. Við fréttum að hermennirnir væru að koma. Við óttuðumst ekki. Við vonuðum að við gætum sagt þeim frá erfiðleikum okkar og þegið hjálp þeirra. Hvítur maður sagði að hermennirnir ætluðu að drepa okkur. Við trúðum því ekki, en sumir óttuðust og flúðu til Válandanna"
RAUÐA SKÝ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 18:03
"Burt með Jútana!"
"Herinn sigraði Súana. Þið getið skipað þeim fyrir. En við Jútar höfum aldrei angrað ykkur hvíta fólkið. Þess vegna verði þið að bíða þar til við höfum lært ykkar venjur"
Örnin OURAY, höfðingi Jútanna.
Eiginkona Geronimo ásamt dóttur þeirra.
"Ég sagði liðsforingjanum að þetta væri mjög slæmt, að það væri mjög slæmt að fulltrúinn skyldi gefa slíka skipun. Ég sagði að það væri mjög slæmt, að við ættum ekki að berjast því við værum bræður. Og liðsforinginn sagði að það breytti engu, að Ameríkanarnir myndu berjast þótt sama móðirin hefði alið þá"
NICAAGAT,Júti frá Hvítá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 18:44
"Reisti Björn"
"Þið hafið neytt mig úr austri til þessa staðar og hér hef ég verið í tvö þúsund ár eða meir.......Vinir, það verður mér mjög þungbært ef þið neyðið mig brott af þessu landi.Hér vil ég deyja. Hér vil ég eldast....... Ég hef ekki æskt þess að láta Föðurinn mikla fá nokkurn hluta þess. Þótt hann gæfi mér milljón dali, myndi ég ekki láta hann hafa þetta land......Þegar ætlunin er að slátra nautgripum eru þeir reknir áfram og að lokum inn í rétt. Síðan er þeim slátrað. þannig var farið með okkur......Börnum mínum hefur verið útrýmt, bróður mínum slátrað"
Ponkahöfðinginn Reisti Björn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 22:21
"Draugadansinn"
" Týni maður einhverju og snúi við til að leita þess vandlega mun hann finna það. Það gera indíánar nú er þeir biðja um að fá það sem þeim var lofað í fortíðinni og ég álít að það eigi ekki að meðhöndla þá eins og skepnur. Þessi er ástæðan fyrir að ég ólst upp með þær tilfinningar sem ég ber.......Mér virðist land mitt hafa fengið á sig slæmt orð. Stundum sit ég og velti fyrir mér hver hefur komið á það slæmu orði"
TATANKA YOTANKA (Sitjandi Tarfur)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 21:35
"Síðasti Apasjahöfðinginn"
"Ég lifði friðsömu lífi með fjölskyldu minni, hafði nægan mat, svaf vel, sá fyrir fjölskyldu minni og var fullkomlega ánægður.Ég þekki ekki rætur þessara slæmu sagna.Við hegðuðum okkur vel þarna og fólki mínu leið vel. Ég hagaði mér vel. Ég hafði hvorki drepið mann né hross, Ameríkana né indíána. Ég veit ekki hvað amaði að fólkinu sem réði yfir okkur. Það vissi hvernig málum okkar var háttað en samt sagði það að ég væri slæmur maður, versti maðurinn þar. En hvað hafði ég gert?"
"Ég lifði þar í friði með fjölskyldu minni í skugga trjánna og gerði nákvæmlega það sem Crook hershöfðingi hafði sagt mér að gera. Ég reyndi að fylgja ráðum hans. Ég vil vita hver fyrirskipaði handtöku mína. Ég bað til ljóssins og myrkursins, til Guðs og sólarinnar, um að fá að lifa í friði með fjölskyldu minni. Ég veit ekki af hvaða ástæðu fólk hafði til að tala illa um mig. Afar oft birtast um það sögur í dagblöðum að það eigi að hengja mig. Ég vil ekki að það gerist oftar.Þegar einhver reynir að gera vel ætti ekki að setja slíkar sögur í blöðin. Nú eru mjög fáir manna minna eftir. Þeir hafa gert ýmislegt slæmt en ég vil að það verði þurrkað út og ekki minnst á það framar. Við erum fáir eftir"
GOYATHLAY (Geronimo)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)