"Þar dó draumur þjóðar"

"Ég vissi ekki þá hve miklu var lokið. Nú er ég horfi um öxl af hæð elli minnar get ég enn séð konurnar og börnin sem var slátrað, liggjandi í hrúgum vítt og breitt við bugðóttan lækjarfarveginn. Ég sé það jafn skýr og áður með augum sem enn voru ung. Og ég sé að dálítið annað dó þar í blóðugri eðjunni og var grafið í bylnum. Þar dó draumur þjóðar. Sá draumur var undurfagur.......gjörð þjóðarinnar er brotin og dreifð. Miðjan er týnd og hið helga tré er dáið"

SVARTI ELGUR

Þetta er síðasta tilvitnunin að þessu sinni í bókina "Heygðu mitt hjarta við Undað Hné" Þetta er mikil saga, ljót saga. Saga þjóðar sem var útrýmt. Þjóðar sem sannarlega lifði í sátt við náttúruna og var laus við ágirnd og græðgi "hvíta mannsins" Þessi saga er því miður enn að gerast þó í annarri mynd sé. Ekki eru allar sögur eins. Ég er nú að lesa þessa bók í þriðja skiptið og alltaf má af henni læra. Ég hef frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga og mikla samúð með þessari merku þjóð sem varð að víkja fyrir hinni svokölluðu "siðmenningu" siðmenningu sem við erum ekki alltaf allskostar sátt við, siðmenningu sem í skjóli þess orðs ryðst áfram óhugsað um afleiðingar gerða sinna. þó langt sé um liðið og nú sé árið 2008 ,þá megum við ekki gleyma sögunni, megum ekki gleyma hversu dýrmætt er að eiga ósnortið land sem við getum notið.

Ég er móður minni afar þakklát fyrir að innræta mér þá hugsun, að öll séum við jöfn óháð litarhætti og uppruna. Hjarta mitt hefur og mun alltaf slá með þeim sem vilja vera metnir að eigin verðleikum hver sem uppruninn er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband