Það er eitthvað mikið að :(

Ég varð verulega slegin og reið við lestur fréttar þar sem segir frá lokun pósthúss og banka á Flúðum. Hvað er eiginlega í gangi? Hvernig samfélag viljum við ? Þetta er svo sem ekki ný bóla hér á landi, því miður. Eins og einn íbúi Flúða komst að orði í blaðaviðtali þá er það viss "félagsleg athöfn" að fara á pósthúsið og í bankann, þar hittist fólk og hefur samskipti sem ekki fást við tölvuskjáinn. Það er bara ekki fólki bjóðandi að "neyðast" og ég segi neyðast, til að fara inn á þá braut að hafa flest samskipti í gegn um tölvu, allra síst gamla fólkinu okkar. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og bankarnir raka saman fé og eru með svínslega háa vexti, þá skerða þeir þjónustuna við fólk í litlum byggðarlögum. Það verða kannski bara bankar í stærstu byggðarlögunum eftir einhver ár, hver veit.
þetta flokkast sjálfsagt undir hagræðingu eins og svo margt nú til dags. Hagræðingin blessuð tekur nú samt ekki alltaf mið af þörfum íbúanna, það virðist vera aukaatriði. Meðan áfram er geisað í gróðahyggju nútímans og bankar landsins eru að flytja starfsemi til annarra landa er farið aftur til fortíðar hér heima með svona vinnubrögðum sem þessum. Þeim er lítill sómi af þeim sem fyrir svona misrétti standa.
Ég er reið AngryAngryAngry

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband