9.3.2008 | 23:45
"Flugdrekahlauparinn"
Þá er ég búin að sjá "Flugdrekahlauparann"
Það er nú stundum svo að ekki kemst til skila efni bókanna þegar verið er að gera kvikmyndir eftir þeim. Ég er því búin að vera spennt, en þó kvíðin eftir að ég vissi að þessi mynd var í farvatninu. Þetta er ein af mínum eftirlætis bókum, hafði djúp áhrif á mig og var sérlega áhrifa mikil þar sem hún er skrifuð í fyrstu persónu.
Ég er glöð með hversu vel efni bókarinnar kemst til skila á tjaldinu. Það eina sem mér þótti miður var hvernig skiptingin á tungumálunum var. Ég var ekki alveg að skilja hvers vegna enskan var notuð eins mikið og raun bar vitni.
Við lentum í rangan sal til að byrja með. Allt í einu var Rambó....eða eitthvað slíkt komið á tjaldið og það var byrjað að hvísla "við erum í vitlausum sal" "já alveg örugglega" "komum okkur út, við fórum ekki til að horfa á Rambó" upp var staðið og laumast út og í réttan sal sem var nær fullur ekki gott, lentum í næstfremstu röð og sátum því mjög svo háleitar meðan á sýningu stóð. Það verður passað vel upp á þennan hluta í næstu bíóferð
Þetta var ljómandi dagur. Fór í sveitina fyrripartinn og fékk mér göngu í þögninni, veðrið var fallegt og það var gott að rölta um og finna lyktina af snjónum, hún er svo spes. Ótrúlegt hvað hún sól vinkona mín er komin hátt á loft, það var þó nokkur sólbráð í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.