20.1.2009 | 22:32
Svartur forseti í USA :) :) Er þá ekki komin tími á lýðræði á Íslandi? Ég bara spyr?
Hó..hó....hó.
Hvar erum við stödd. Þessi litla þjóð sem hjarir hér rétt sunnan við norðurheimskautsbaug?
Bandaríkjamenn eru nú loks búnir að opna sín augu til réttlætis og blökkumaðurinn Obama réttkjörinn forseti. glæsilet. Ekki annað hægt að segja.
Við hins vegar sitjum hér á hjaranum og grátbiðjum um lýðræði, en er hafnað.Halló.....Halló... Hvað er í gangi ?
Erum við ekki þjóðin sem allt getur, allt veit og hefur lausn á öllum heimsins vanda ? Það segja ráðamenn okkar alltaf þegar þeir eru spurðir. Við reyndar líka.
Ég var við Alþingishúsið í dag, vitaskuld. Mín sannfæring og mín réttlætiskennd býður ekki uppá heimasetu.............nebb, ekki að ræða það. Ég er afskaplega glöð að eiga þennan kost að geta farið og mótmælt. Mótmælt öllu því déskotans siðleysi sem viðgengst hefur. íslenska þjóðin er búin að ganga með lokuð augun helst til lengi og er ég þar ekki undanskilin. Augun okkar hafa LOKS opnast og við viljum að á okkur sé hlustað. Við erum með her fólks í vinnu á þessu svokallaða "Alþingi" og það slær skollaeyrum við óskum okkar. Ef ríkisstjórnin ekki lætur segjast, þá á stjórnarandstaðan að sjá sóma sinn og víkja.Þeir eru nefnilega búnir að vera bullandi meðvirkir allan tímann. Með því einu að sitja.
Hvar í andsk..............er jafnaðarstefnan sem seld var fólkinu fyrir síðustu kosningar. Hvar er "Fagra Ísland" Ef það fólk sem þetta seldi, sér ekki meinbugina,sér ekki frumhlaupið eða öllu heldur dómgreindarleysið í sölunni. Þá er eitthvað MIKIÐ AÐ........og þá meina ég MIKIÐ.
Það er umhugsunarefni, hvort sitjandi fulltrúar á Alþingi þar með taldir ráðherrar, séu á einhvern hátt persónulega flæktir í "HRUNIÐ" ...............Hvað á maður að halda??????
Það væri nú gaman ef rannsakað yrði heilabú þeirra sem í ríkisstjórn sitja nú, þar eru að koma fram afar sérkennilegir þættir sem eru sannarlega rannsóknarverðir. Kannski eitthvað fyrir KÁRA.
Ég er búin að standa vaktina frá fyrsta degi. Það eru orðnar ansi margar vikur skal ég ykkur segja. Það sem ég fer fram á er ofureinfalt.
Stofnun nýs lýðræðis og ritun nýrrar stjórnarskrár.
Fleira var það nú ekki í þetta sinnið :)
Athugasemdir
Glitter Animal Graphics
Sæl Ásta mín.
Takk fyrir síðast. ég er komin heim á hjara veraldar.
Ef allt væri eðlilegt þá eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir en það er nú aldeilis ekki þannig.
Guð veri með þér og þínum
Baráttukveðjur fyrir réttlætinu.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:25
Ég bara fatta ekki að þeir sitji sem fastast! Það hlýtur eitthvað að búa að baki annað en þrjóska og heimska.
Allir meðalgreindir menn gera sér grein fyrir hvenær nærveru þeirra er ekki óskað, og þegar fólki er sagt upp vinnu, segir það ekki bara "nei" og heldur áfram að mæta eins og ekkert hafi í skorist.
Ég er bara svo gáttuð
Hulla Dan, 22.1.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.