15.11.2008 | 11:15
Austurvöllur í dag :) að sjálfsögðu :)
Vonandi fjölmenna landar mínir á Austurvöll í dag vel dúðaðir. Vetur konungur hefur knúið dyra og kuldaboli nartar væntanlega í nef mótmælanda í dag.
Það er yndislega napurt, enda kominn nóvember og aldeilis tími til að fá aðeins snjó Ég vona sannarlega að fjölmennt verði á "vellinum " eftir hádegið.
Við víkingar látum ekki kuldabola hræða okkur nei, ó nei. Nú kemur íslenska ullin að góðum notum.
Hlakka til að sjá ykkur í dag.
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Mun ekki mæta enda komin heim í heiðardalinn.
Gangi ykkur vel í mótmælunum.
Gaman að sjá að þú þekktir Árna
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.11.2008 kl. 11:42
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 21:39
Sendi kærar baráttukveðjur,er rúminu aftur með lungnabólgu bara miklu verri í þetta skipti. Það verður því bið á að ég sjáist á mótmælafundi eða annarstaðar á almannafæfri. Andskollas vesen er þetta hér á þessu landi. Örlítil saga svona til gamans, ég var hjá tannlækninum mínum hérna á dögunum, við tókum tal saman eins og oft áður þegar ég má mæla vegna deifingar eða annara óáran. Segðu mér spyr ég, hvað heldur þú að það kosti í dag að opna tannlæknastofu? Tannlæknirinn lýtur á mig svolítið hissa og svarar síðan; ja það er nú undir ýmsu komið, t.d, stærð og síðan umfangi, en ég giska á 10 -30 milljónir. Ja há eimitt það svara ég, en hvað heldur þú að bankastjóri þurfi að kaupa sér áður en að hann getur hafið störf, eigum við að segja eitt stykki skjalatösku ? Að sjálfsögðu skal tekið fram að ég hef engar áhyggjur af afkomu tannlækna. Hvernig gengur að fá vinnu? Illa býst ég við, en venjulega er það svo að úr rætist um síðir.Ja svei heyrðirðu þetta eða öllu heldur lastu þetta. Meðan ég man innilegar þakkir fyrir færeysku sendinguna. Kærar kveðjur í bili Dana.
Dana 21.11.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.