Draumurinn hans Lasse :)

Það er margt sem  herjar á hugann þessa daga. Ekki að undra, í slíku samfélagi sem við nú búum. Það er að vísu sama samfélagið, en önnur formerki ráða nú ríkjum. Það er eflaust  í bakkafullan lækinn að bera að tjá sig um það allt, sem nú skekur okkar blessaða samfélag. Blessað skal samt vera, að aðstandendur mótmæla að undan skuli vera búnir að slíðra sverð og ná samkomulagi, Það er vel.

Ég er ein af þessum þrákálfum, sem er ekki sátt við þann ráðahag sem hefur viðgengist. Ekki sátt við að þeir menn sem eru í vinnu hjá "okkur" hundsi rödd almennings, okkar sem sjáum þeim farborða. Það vill oft gleymast  þegar þessir ráðamenn eru teknir tali, hverjir sjá fyrir þeim :) elsku körlunum.

Lasse Tennander segir í  ljóði sínu "Draumurinn". "Og draumur minn er hreint sjálfsagður, þér sæmir best að trúa á það, því hann fjallar um réttinn til atvinnu og frelsis til að velja samastað" 

Hann talar líka um dagheimilispláss, grænar grundir, þig og mig og sumarnótt og  um samfélagið þar sem "þú ert þú og ég er ég" og  við þorum að standa upp og segja "okkar barátta er sameiginleg"

Já,  þó langt sé um liðið  frá því þessi ágæti Lasse tjáði þessi orð, eiga þau við enn í dag. Það er nefnilega þannig að ýmis gildi eru eilíf,. Einmitt þessi einföldu, réttlátu, góðu gildi. Þessi gildi sem trúlega allir í hjarta sínu eru sammála um,  en láta svo gjarnan  glepjast af ........hvað eigum við að segja. Græðgi, skammsýni, fáfræði, stundargrunnhyggni. Ég  veit svo sem ekki hvað á að kalla okkur :(

Eitt veit ég, það eru  erfiðir tímar  framundan og við verðum að vera vel á verði. Áróðurinn er strax byrjaður hvað varðar stækkun álversins í Straumsvík. Ég kom við í verslunarmiðstöðinni Firði á leið heim úr vinnu i dag og það voru  þrír....þrír, aðilar sem gáfu sig á tal við mig til að falast eftir undirskrift varðandi stækkun álversins. Ég var verulega slegin. Ætlum við ekki að læra neitt af fenginni reynslu undangenginna ára, á bara að halda áfram sama ruglinu og sukkinu. Er það framtíðarsýn okkar að fjölga álverum og stækka þau sem fyrir eru. Selja orkuna okkar til þeirra á skítaprís (afsakið  slettuna)

Við höfum að mínu mati engan rétt til að planta niður álverum og virkjunum á þessu litla landi okkar. það eru  kynslóðir sem taka hér við og ég get lofað því að það er ekki í þeirra þágu að gera slíkt. Börnin okkar vilja ekki sjá landið sitt  þakið skógi raflína og hvern læk virkjaðan. Opnum augun. Við búum hér á lítilli eyju, paradís framtíðarinnar, ef við viljum :) Látum ekki stundargræðgi glepja okkur sýn. Viljum við ekki öll geta farið út í óspillta náttúru án þess að hafa girðingu raflína fyrir augum. Viljum við ekki líka  sjá ár okkar og læki renna óhindrað til sjávar  á sinn eina og sanna náttúrulega hátt.

Það er margt ákallið, en  Það ákall að passa upp á landið sitt verður aldrei of oft kveðið. Þetta land er í okkar umsjá og við eigum að skila því eins ósnortnu og við mögulega getum  til okkar afkomenda. "sem mest ósnortið" er ekki land sem er í klafa álvera, raflína og virkjana, það sér hver sá sem nennir að hugsa.

Ég óska ykkur landar mínir, alls hins besta og vona að sem flestir sem búa hér á suðvesturhorninu komi  í gönguna miklu:) sem fer frá Hlemmi kl. 14:00  Við búum í lýðræðisríki........er það ekki :)  það er sagt svo :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las greinina þína með mikilli ánægju.Orð í tíma töluð.í alvöru,hefur þér aldrei dottið í hug að skrifa í blöðin? Ég er handviss um að þér yrði mjög vel tekið .Þú yrðir þrælgóður greinahöfundur það skyldi ég éta svarta jarðarfararhattin minn uppá! Ég er eins og fleiri ekki ánægð með ástandið í þjóðfélaginu, þessa dagana þó held ég að það sem einna mest hefur farið fyrir brjóstið á mér, er framkoma forsetafrúarinnar þegar hún kom fram í sjónvarpinu á dögunum og messaði yfir okkur sauðsvörtum almúganum, að sýna nægjusemi og halda vel utan um hvert annað!Gaman væri að vita hvort að viðtal þetta hafi farið fram með vilja og vitund forseta Íslands.Ég sendi þér hér texta sem sú stórgóða Guðrún Á Símonar söng svo fagurlega á sínum tíma og ætti ég ef til vill að senda einnig til forsetafrúarinnar ?

                           LITTLE THINGS MEAN A LOT

Blow me a kiss from a cross the room,Say I look nice wen I'm not;   

 Toush my hair as you pass my chair, little things mean a lot.

Give me your arm as we cross the street,call me at six on the dot;

line a day wen you you'r far a wayl, little things mean a lot.

Don't have to buy me diamonds and pearls,champagne,sables and such:

I never cared much for diamonds and pearls,but honestly, honey thay just cost moey.

Give me your hand when I've lost the way.Give me your shoulder to cry on;

wheter the  day is bright or gray ,give me heart to ry ly on.

Send my the warmth of a secret smile to show me you haven't forgot,

for now and forever,that always and ever.Little things mean a lot.

              Lag og texti eru eftir Edith Lindeman og Carl Stuiz .

Ég er mæstum viss um að þú kannt þetta gullfallega lag,ef ekki skal ég kenna þér það ef þig

langar til ,með ánægju. Kærar kveðjur Ásta mín, Dana.

.

Dana 1.11.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Hulla Dan

Heyr, heyr!!!

Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Gaman að því hvernig leiðir okkar lágu næstum því saman á Austurvelli 8. nóv. sl. Við höfum  verið mjög nálægt hvor annarri miðað við myndina af þér sem Linda tók. Þú þarft endilega að fiska fleiri bloggvini, kannski sérðu álitlega bloggvini hjá mér. 

Hvar ertu eiginlega búsett núna? ég dreg ályktanir að þú sért komin á Suðvesturhornið????

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband