"Þögn er gulls ígildi" eða hvað.......................

Er það þetta gamla máltæki sem ráðamenn ríkisstjórnar og seðlabanka vilja hafa í heiðri þessa dagana.............eða hvað ? Það er með fádæmum að hlusta á þessa menn sem eru í forsvari, hversu loðmæltir þeir eru í svörum þegar innt er eftir aðgerðum í fjármálum landsins.Þar má nefna fjármálaráðherra og seðlabankastjórann Davíð Oddsson, en þeir tveir hafa verið sérlega lokaðir og loðnir í svörum hvað aðgerðir snertir.

Er þetta ekki eitthvað sem okkur kemur við eða hvað'? Við erum búin að bíða vikum og mánuðum saman eftir að eitthvað verði gert, en ekkert gerist. Landsmenn, þið verðið bara að bíða og halda ykkar ró!

Eiga þetta að kallast ábyrgir menn? Frá mínum bæjardyrum séð valda þeir   engan vegin þeirri ábyrgð sem þeim er ætlað að axla. Þetta er ekki þeirra einkamál, þetta er mál sem alla þjóðina varðar og við viljum fá svör, við viljum fá ábyrgar ákvarðanir. Hver dagur skiptir máli.

Það má vera að þetta ástand komi ekki við þá persónulega og því sé látið reka á reiðanum. Ef svo er þá þarf ábyrgari menn en  þessa til að "þora"að gera það sem gera þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Elsku frænka. Mikið óskapleg hefði ég viljað vera með ykkur í síðustu viku.
Sendi þér mitt stærsta knús

Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband