Austurland að Glettingi...nei, Barnarey :) flottast :)

Þegar ég kvaddi vini mína eftir skemmtilega afmælisveislu þann 18.s.l. sagðist ég ætla að taka með mér góða veðrið austur á land, því þangað var för minni heitið þann 20. Það er skemmst frá því að segja að þessi ósk mín rættist, er það ekki dásamlegt  þegar óskir rætast :) Ég er að vísu ekki alveg búin að snúa ofan af mér, veit ekki alveg hvernig á að slaka á og  þið vitið gera ekki neitt, kann það víst voða illa. Ég á framundan rúmar 3 vikur í slökun, púff, er ekki alveg að sjá þetta fyrir mér. Þar sem ég hef ekki "leyfi" á fjallgöngur sem stendur þá langar mig mest af öllu á fjöll, er  þetta ekki merkilegt hvað það togar í mann það sem ekki má, sama á hvaða aldri við erum Wink fyndið.

Þar sem ég hef ekki komið í" Fjörðinn fagra" svo óralegni á að sækja hann heim um helgina, fara á tónleikana í gömlu bræðslunni, sýna sig og sjá aðra. Eitthvert slangur er af ættingjum á svæðinu og það verður gaman sproka við það, grípa "gítarinn og gefa honum inn" eins og sagt var í einhverjum gömlum slagara héðan að austan Smile

það er svo gaman þegar komið er á Borgarfjörð á sumrin, það úir og grúir af burt fluttum á öllum aldri, en allir geta dottið í gamla gírinn og klukkutímum saman er oft setið og sungið. Borgfirðingar eru einkar söngelskir og þegar sólin skín nær allan sólarhringinn þá er leitt að þurfa að sofa, mun skemmtilegra að sitja úti í miðnætursól og syngja. Þær eru margar minningarnar frá þannig stundum sem geymast í hugskotinu, það er svo dásamlegt.

Nú er ég að hugsa um að fara að "slaka á " þið vitið........er í fríi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Sæl frænka.
Nú er ég búin að liggja yfir bloggum og skoða myndir t.d frá Borgarfirðinum og ákvað núna áðan að næsta sumar komum við sem túristar heim og skoðum landið okkar vel og vandlega.

Knús og kveðjur á þig og þína

Hulla Dan, 3.8.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband