15.4.2008 | 22:07
"Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður.............."
"það skal þú og þeim gjöra" Þannig hljómar hin svokallaða "gullna regla" sem er góð og gild. Mér dettur hún oft í hug þegar verið er að "ráðskast" með gamla fólkið okkar. Ég veit ekki hvaða hvöt það er í íslenski samfélagi sem gerir það að verkum að gamla fólkinu er hent sitt á hvað og holað niður eftir einhverri hentistefnu þeirra sem ráða í það og það skiptið. Ég hef aldrei skilið, þegar verið er að flytja fólk sem komið er á efri ár, úr sínu umhverfi og því plantað niður eftir hentistefnu einhverra ráðamanna á þennan eða hinn staðinn. Það má vel vera að ég taki stórt upp í mig með þessa yfirlýsingu, en ég held þó að hún eigi fullan rétt á sér. Það er aumt til þess að vita í þjóðfélagi sem á ALLT, að þeir sem búnir eru að byggja grunninn að hluta þeirra velferðar sem við búum við, skuli vera fluttir það sem kallað var hér í eina tíð "hreppsflutninga" þannig er það nú samt, því annað er ekki hægt að kalla það.
Það á að vera krafa hvers einstaklings að hann fái að eyða síðustu æviárum sínum í sinni heimabyggð. Það myndi margur vandinn að baki ef svo væri. Í fyrsta lagi myndi þeim eldri borgurum sem þetta hlotnaðist líða mun betur og í öðru lagi myndu við þetta skapast störf sem er, jú, það sem vantar svo víða í litlum byggðarlögum á landsbyggðinni. Meðan ég bjó austur á landi, í litlu byggðarlagi þá ræddi ég þetta oft við oddvita þess samfélags, en það var ekki miklum skilningi að mæta þar. Mér hefur alltaf þótt þetta mikil skerðing á mannréttindum. Það þarf ekki annað en heimsækja það fólk sem á efri árum hefur verið hent inn í eitthvert ókunnugt samfélag og sjá og finna hvernig því líður. Er það þetta sem þeir óska sér, þeir sem ráskast með þessi mál. Ég hef nú grun um að svo sé ekki. Annað sem gamla fólkinu okkar er boðið upp á og það er, að því er skákað inn á herbergi með "einhverjum" einstaklingi sem það oftátíðum getur engin samskipi haft við. Dæmi: Hvernig þætti okkur að vera í herbergi með einstaklingi sem hljóðar og kveinar tímunum saman, hvort heldu er á nóttu sem degi. Það sjá auðvitað allir að það er engum bjóðandi...............nema hvað, jú, gamla fólkinu okkar er boðið upp á þetta. Þetta er ljótt og þeir að misnota aðstöðu sína sem eru með völd og teljast með fulla sansa. Við vitum að margt af okkar gamla fólki hefur ekkert bein í nefi til að malda í móinn, þó að þeim sé höggvið. Það eru þeir sem eru í fullu fjöri, sem ættu að hafa skyn á að svona bjóðum við ekki þeim sem búnir eru að skila ævistarfi sínu.
Það er skrýtið að svona glæsileg þjóð sem er svo framarlega á mörgum sviðum og vill ætíð vera með "frontinn" fagrann og flottan skuli gleyma grunninum sínu, því hvað er gamla fólkið annað en grunnurinn okkar. Ég sé ekki betur en þeir sem byggja hús byrji á grunninum, það telst eðlilegt, án hans stæðu þessi blessuð hús ekki.
Hvað erum við að hugsa.
Stjórnvöld guma af peningum í ríkissjóði "hallalaus rekstur sem meira að segja skilar arði" halló........til hvers í fjandanum þarf ríkissjóður að skila arði, eru þetta ekki peningar sem við eigum að nota til samfélagsins.
Sýnum gamla fólkinu okkar meiri virðingu, ekkert ykkar sem þetta les, óskar sér þegar aldurinn færist yfir, þess hlurskiptis sem stór hluti eldra fólks þarf og neyðist til að sætta sig við í dag.............árið 2008
Þetta er ljótt.
Athugasemdir
Gæti ekki verid meira sammála tér frænka. Ég er allaf ad sja betur og betur hvad gamalt fólk í Dk hefur tad í raun og veru ofsalega gott.
Hér eru lítil adhlynningarheimili út um allt og allir med sér litla íbúd. Stórt badherbergi, svefniherbergi og stofu med eldhúskrók. Og ad sjálfsøgdu verønd. Nú erum vid komin med fugla og kanínur og vonandi bætist vid køttur innan skamms.
Algengt er ad séu 3 til 5 deildir á hverju heimili og 8 til 10 íbúar á hverri deild.
Allir borga svo sømu leiguna og tar sem gamalt fólk er vanalega ekki med mikla innkomu, tá eiga tau ad sjálfsøgdu rétt á húsaleigubótum.
Tetta er draumur í dós og hérna ætla ég ad verda gømul.
Frábær umræda um mál sem ég fatta ekki afhverju er ekki gert eitthvad í.
Vid verdum jú flest øll gømul og sum okkar tannig ad vid getum ekki búid ein, tá er einmitt gott ad vita af gódum heimilislegum stad sem hægt er ad sækja um íbúd á.
Hulla Dan, 16.4.2008 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.