19.3.2008 | 21:00
Kína eða Kúba !
Einkennilegur er sá hlutur hversu ríkjum er mismunað. Í gegn um árin hefur Kúba verið lögð í einelti vegna stefnu Kastrós og eins og "vinirnir " okkar, Bandaríkjamenn segja,að þar sé "einræði" og mannréttindi fótum troðin. Gott og vel,en hvað með Kína, hvað hefur verið að gerast þar, eru ekki mannréttindi fótum troðin þar líka. Það er MJÖG einkennileg sú hentistefna að vinsa úr þau ríki sem þeim henta og hugnast að hafa samskipti við og líta þá gjarnan fram hjá hlutum sem þessum. Mér finnst þetta eiga við núna þegar baráttan í Tíbet er á vökum ljósvakans. Kínverjar eru búnir að kúga þessa þjóð ALLTOF lengi og tími til komin að þeir fái sitt sjálfstæði.
Íslendingar ættu manna best að skilja þjóð sem berst fyrir sjálfstæði sínu.
Það er líka vitað mál að mannréttindi í Kína eru fótum troðin, en samt er þetta ríki sem bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa full samskipti við og ekki hafa verið sett höft á þá eins og gert var við Kúbu. Hún er einkennileg þessi mannskepna, það verður ekki annað sagt. Hentifáninn á lofti ef eitthvað er á því að græða.
Þegar ég var unglingur las ég bók sem heitir"Drekinn skiptir um ham" ég var yfir mig heilluð af þessari bók og er búin að leita mikið að henni nú síðastliðin ár því mig langar að lesa hana aftur, einhvernvegin glutraði ég henni frá mér á sínum tíma. Mér þótti yfirferð Maós um sveitir Kína afrek, sem það kannski á vissan hátt var og sagan heillandi um þessa byltingu sem ég trúði að yrði til að bæta líf fólksins. Kannski hefur eitthvað batnað, ekki skal ég um það segja, en seinna fór ég að hugsa þetta dýpra og sá þá ýmislegt sem auga unglingsins ekki nam, enda var þetta skáldverk og byggt á sögu byltingarinnar (að mig minnir)
Nú er árið 2008 og við hér á Íslandi viljum jú flest vera í takt við tímann, ekki satt? Við hömpum okkar sjálfstæði og erum stolt að hafa komist undan okkar kúgara, en, getum við varið stefnu Kína í Tíbet. Ekki að mínu mati.
Það sat maður fyrir svörum í Kastljósi eitthvert kvöldið nú að undan, varðandi mál Tíbeta og hann sagði það ekki tímabært að þeir fengju sjálfstæði, bíddu nú við, hver er dómbær um það. Er það á valdi einhverra annarra en þeirra sjálfra, ég bara spyr. Ætlum við aldrei að komast úr fortíðinni hvað snertir sjálfsögð mannréttindi.
Þetta er þjóð sem vill fá að ráða sínum ráðum á eigin forsendum, rétt eins og við Íslendingar á sínum tíma og lái þeim hver sem vill. Þetta eru einfaldlega sjálfsögð réttindi hverrar þjóðar og mér þykir sárt að heyra landa mína tala um það sem sjálfsagðan hlut að Kínverjar ráðskist með þetta land og fólk eins og raun ber vitni.
Þar sem Kastró er nú frá ættu Bush og hans fylgifiskar að anda léttar, Bush vill jú færa Kúbverjum "lýðræði" eins og hann hefur margoft sagt :) Blessaður aumingja maðurinn, það eru einkennilegar sýnir hans á lýðræði. Væri nú ekki betra að hann tæki til í eigin garði áður en hann hefst handa að reyta illgresið úr annarra görðum. Með allri virðingu fyrir fyrrnefndum Bush, þá held ég að mannréttindi á hans skika séu ekki á háu plani svo ráð mitt til hans er, að koma sér í stígvélin, setja upp gúmhanskana og drullast af stað að taka til og koma skikki á sína heimaslóð og láta aðra í friði. Ég sá fyrir stuttu mynd Michel Moore um heilbrigðiskerfið sem fólkið hans býr við....ég segi bara "guð minn góður" ef þú ert einhversstaðar, láttu þetta aldrei henda okkur.
Verum svo sjáfum okkur samkvæm og gleymum ekki þeirri baráttu sem við háðum til að öðlast það sjálfstæði sem við státum af í dag. Stöndum við hlið þeirra sem enn berjast við yfirgang og kúgun. Það verður ætíð horft til okkar með virðingu þegar við tökum þannig afstöðu.
Tíbetbúar eiga allan minn stuðning.
Athugasemdir
Ekki ber ég virðingu fyrir Bush, finnst hann drulluháleysti og eymingi.
Góð færsla hjá þér frænka.
Gleðilega páska á ykkur öll
Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.