"Síðasti Apasjahöfðinginn"

geronimo

 

"Ég lifði friðsömu lífi með fjölskyldu minni, hafði nægan mat, svaf vel, sá fyrir fjölskyldu minni og var fullkomlega ánægður.Ég þekki ekki rætur þessara slæmu sagna.Við hegðuðum okkur vel þarna og fólki mínu leið vel. Ég hagaði  mér vel. Ég hafði hvorki drepið mann né hross, Ameríkana né indíána. Ég veit ekki hvað amaði að fólkinu sem réði yfir okkur. Það vissi hvernig málum okkar var háttað en samt sagði það að ég væri slæmur maður, versti maðurinn þar. En hvað hafði ég gert?"

"Ég lifði þar í friði með fjölskyldu minni í skugga trjánna  og gerði nákvæmlega það sem Crook hershöfðingi hafði sagt mér að gera. Ég reyndi að fylgja ráðum hans. Ég vil vita hver fyrirskipaði handtöku mína. Ég bað til ljóssins og myrkursins, til Guðs og sólarinnar, um að fá að lifa í friði með fjölskyldu minni. Ég veit ekki af hvaða ástæðu fólk hafði til að tala illa um mig. Afar oft birtast um það sögur í dagblöðum að það eigi að hengja mig. Ég vil ekki að það gerist oftar.Þegar einhver reynir að gera vel ætti ekki að setja slíkar sögur í blöðin. Nú eru mjög fáir manna minna eftir. Þeir hafa gert ýmislegt slæmt en ég vil að það verði þurrkað út og ekki minnst á það framar. Við erum fáir eftir"

GOYATHLAY  (Geronimo)

1860 1860


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband