Bandaríkjamenn til trafala eina ferðina enn :(

Það er merkileg linkind ráðamann þessa heims varðandi Bandríkin og hinn siðblinda forseta þeirra. Það kemur bezt í ljós að nýlokinni Balíráðstefnu um loftlagsmál. Það hefði vissulega átt að setja inn töluleg markmið NÚNA, ekki veitir af þar sem við erum komin mun nærri bjargbrúninni en haldið var. Bandaríkjamenn og þeirra fylgifiskar tóku það ekki í mál og vissulega stóðu þeir uppi með pálmann. Þó hafísinn bráðni með ógnarhraða og það dýralíf sem þar er sé í hættu og bara deyji, að vatnasvæði séu að þorna upp og miljónir manna líði, þá virðist þeim bara vera skítsama. Þeir eru nefnilega alltaf að passa upp á efnahagslífið.Woundering Ef farið er að draga úr losum groðurhúsalofttegunda þá skaðar það efnahagslífið þeirra. Meiri bölvaða hugsunin, ekki hægt að segja annað. Hver á svo að njóta "efnahagslífsins" þegar til lengri tíma er litið, ef haldið er áfram á þessari braut þeirra, huh.

  Við höfum aðgang og búseturétt á þessari jörð og því miður höfum við ekki gengið um hana af þeirri virðingu sem henni ber. Það væri ekki glæsilegt ef mannskepnan gengi um hýbýli sín eins og hún gengur um umhverfið.Það er sorglegt að árið  2007 skuli ekki vera meiri vitundarvakning en raun ber vitni og þá er ég að tala um hinn almenna borgara. Við getum sannarleg litið í eigin barm, það er góð regla að byrja í eigin garði í stað þess að benda á sóðaskap annarra. Umhverfismál eru að mínu viti það sem okkur öllum kemur við og er allra hagur. Við eigum flestöll börn og barnabörn sem eiga að búa hér áfram og við höfum engan rétt til að ganga um eins og við gerum. Við eigum að sjá sóm okkar í því að skila umhverfinu í, ekki verra ástandi en við tókum við því.

Það er gott að búa á Íslandi, hér er nóg af vatni, enn sem komið er, góð húsakynni osfv. en þetta er nú eitthvað sem allir vita.

Það eru ekki allir svo lánsamir að hafa aðgang að vatni og eflaust fáir sem bruðla eins með vatn og við Íslendingar. Það eru tug milljónir manna sem ekki hafa aðgang að þessum dásamlega drykk sem okkur þykir svo sjálfsagður og alltaf versnar ástandið. Þegar vatn er af skornum skammti spilar það inn á svo gríðarlega margt, má þar nefna uppskeru eins og kom fram í frétt frá Bali, þar er loftlagsbreytingar  farið að gæta verulega..

Veðurfar hefur breyst töluvert á sl. áratugum og ekkert  sem kallast getur vetur hér sunnanlands, samt eru á.a.g.25% farartækja á nagladekkjum hér í borginni og það eru margir bílar, því eins og við vitum eigum við Íslendingar marga,marga bíla. Það var því vel þegar tilkynning kom frá Reykjavíkurborg sem beindi þeim tilmælum til almennings að velja annan kost en nagladekk. Á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru af þessum vetri hefur skapast í þó nokkur skipti þannig ástand í borginni að fólk sem viðkvæmt er í öndunarfærum er beðið að halda sig fjarri fjölförnum leiðum þar sem svifryk fer yfir hættumörk. Þarna spila nagladekk stórt hlutverk.

Það er af mörgu að taka þegar umhverfismál eru annarsvegar og ekki veitti af að setja í gang að nýju áróðursherferð eins og "Hreint land fagurt land" var á sinum tíma, því eins og ég sagði áðan er gott að taka til í eigin garði  og ekki verra að hafa hann hreinan þegar fjallað er og barist er um stærri mál á þeim vettvangi.

Við ættum að staldra við og velta fyrir okkur hvernig jörð við viljum skila til afkomenda okkar Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband