Orka náttúrunnar.

 

 

 

KleifarvatnÞá er hann desember komin með sína sérstöku birtu. Ég gat nú ekki á mér setið þar sem kominn var vísir af snjó, að leggja land undir fót. Leiðin lá til Krísuvíkur. Það var hreint undursamlegt að komast í þessa miklu kyrrð  sem ekkert rauf. Kleifarvatn var sem spegill og litla timburkirkjan í Krísuvík kúrði í frostinu. Hún hefur eitthvað undravert aðdráttarafl þessi kirkja. Þær eru ófár ferðirnar sem ég hef vitjað hennar, búin að koma þarna á öllum tímum árs Smile Þetta er mikill sögustaður og gaman að ráfa þarna um og rifja upp söguna.

Þó kyrrðin og friðurinn væru alsráðandi þarna í gær var samt svo mikil orka í loftinu, ég fann hvernig ég drakk í mig þennan ósýnilega kraft sem er svo einstakur og sérlega gott að finna. Wink  Ég tók fjöldann allan af myndum, læt nokkrar fylgja hér með, en fleiri eru í albúminu"ýmislegt"  fyrir þá sem vilja skoða meira.

Krísuvíkurkirkja

 

 

 

 

 

Á leiðinni heim kom ég við á öðrum uppáhaldsstað sem ég vitja oft, það er gamla Þorkötlustaðahverfið. Það er frábær staður sem geymir mikla sögu og skartar enn rústum þeirra byggðar sem þar var. Þar á ég mér draumahús Smile

Kastalinn

 

 

það vantar að vísu á það þakið, þannig að einungis er um sumargistingu að ræða. LoL Ég hefði SVO viljað sjá hvernig byggðin þarna leit út  þegar hún var í sem mestum blóma.

 

 

 Svona er útsýnið úr stofunni, glæsilegt ekki satt

Horft út um stofugluggann

 

 

 

Þetta var hreint út sagt yndislegur dagur. Það er ekki of sögum sagt að við eigum fallegt land, það er svo dásamegt hvað það breytist þegar snjór er yfir. Það fær þá yfir sig svo mikinn virðingarblæ.

Ég vona að sem flestir hafi notið þessa breytta veðurs hér á suð-vestur horninu og séu fullir orku eftir þessa helgi eins og ég Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband