28.11.2007 | 09:11
Bleikt og blátt :)
Kolbrún Halldórs er búin að velta af stað umræðu sem er skemmtileg. Það er varðandi þá stýringu sem við fullorðnir beitum börn V/kyn, við s.s. byrjum snemma að stýra, strákar hér stelpur þar.
Þetta og hitt er annaðhvort svo stelpulegt eða strákalegt. Stelpur eiga að ganga í bleiku og bílar eru ekki dót fyrir þær. Drengirnir í blátt, takk fyrir og dúkkur geta brenglað hugsunargang þeirra
Ég veit þetta er afar öfgakennt og eingöngu sett fram til að benda á þann fáránleika sem ýmsar gamlar hefðir hafa í för með sér því þetta er til enn í dag en vonandi hjá sem fæstum.
Það er vissulega fróðlegt að kíkja í eigin barm og velta fyrir sér hvernig málum er háttað þar. Hún benti m.a. á að strax á fæðingardeild eru börnin aðgreind með bleiku og bláu, nú svo vitum við hver eftileikurinn er. Það er hreint með fádæmum hversu strangir foreldrar geta verið varðandi liti á fötum barna sinna og vissulega er þetta mótandi sem og margt annað sem við gerum, oftátíðum algerlega hugsunarlaust, þetta er bara hefð. Ég held þó að það sé mun strangari mótun sem strákar fá og fleiri litir útilokaðir sem þeir fá að klæðast.
Rauður var jú eitt sinn kóngalitur og litlir drengir þá klæddir bleiku en stúlkur klæddar bláu sem þótti minna á mildan lit himinsins (ef ég man rétt :)) það er gaman að þessu.
Í dag er mikið talað um "kóngablátt"
Ég þekki tvíbura sem voru alltaf í eins fötum þegar þeir voru litlir, já og sama lit líka. Svo var það um jól, þeir þá komnir nær fermingu að þeir fengu peysur, þær voru eins nema hvað sitthvor liturinn var á þeim. Þessar peysur fóru inn í skáp því þeir gátu ekki hugsað sér að klæðast þeim, þeir voru orðnir svo fastir í þessu mynstri að klæðast sama lit. Við verðum a passa okkur að stýra ekki of mikið
Kolbrún vitnaði líka í það þegar finnskir frændur okkar fóru að klæða hvítvoðunga sína m.a. í brúna og dimmgula liti.( það verið í kring um 1970 ca) Þetta þótti merkilegt, en þarna framkvæmdu þeir það sem örugglega margur hafði hugsað en ekki náð að brjótast út úr hefðinni.
Það er vissulega þörf að velta svona upp, aldrei að vita nema það opni augu einhvers sem er bundin í klafa vanans og nær að breyta til. Hver veit
Persónulega þykja mér bleiku og bláu "ungbarnalitirnir" sem ég kalla litlausir, hræðilega ljótir,
Athugasemdir
Það er fjarri mér að setja eitthvað = merki þarna í milli. Það erum jú við foreldrarnir sem leggjum línuna fyrstu árin, þannig er það bara, enda ofur eðlilegt. Það sem ég á við er það að við,foreldrar, í þessu sem öðru getum verið mjög íhaldssöm og það setur mark sitt á börnin. "það læra börnin sem fyrir þeim er haft"
Ég veit að þetta er vandrataður vegur og líka það að upplag barna er misjafnt. Ég á tvíbura og svo 2 stráka sem eru ríflega 10 árum yngri. Stelpurnar (tvíburarnir) fengu bíla jafnt sem dúkkur að leika sér að, það sama gilti með strákana. Mér þykir það ofur eðlilegt að börn fái að kynnast hvortveggja. Það er ekki að sjá að þetta hafi truflað nema að síður sé. Ég vil að börn alist upp við víðsýni og að geta sett sig í annara spor og þetta tel ég hluta þar af. Ég veit líka að þeir sem ekki hafa þennan bakgrunn geta komið nákvæmlega eins vel út en þetta er eins og við vitu ekki alltaf spurnig um hvað við gefum börnum heldur hvert upplag þeirra er og hvernig þau vinna úr því sem þeim var gefið í uppvextinum. Við vitum líka að "dót" í of miklum mæli dregur úr frumkvæði og sköpun, það er nú bara þannig. Kynin verða aldrei jöfn það veit ég en við verðum að passa okkur að vihalda ekki því mikla bili sem verið hefur, það er engum tl góðs.
Mér þykja bleiku og bláu "ungbarnalitirnir" ljótir og klæddi börni mín ekki í þá. Ég leyfði mínum börnum strax mjög ungum að velja sér liti á þau föt sem þau gengu í, þó ég væri sjálf ekki alltaf sátt við það val en það var þess virði að leyfa þeim að finna sína leið.
Eldri strákurinn minn átti bleikan kerruvagn ( einfaldlega sá besti sem var í boði á þeim tíma austur á landi) ég get ekki séð að hann hafi borið af því skaða.
Svona er nú misjafnt hvernig fólk lítur á málin og það er einmitt svo skemmtilegt. Takk fyrir innleggið þitt.
Ásta Steingerður Geirsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.