25.11.2007 | 20:40
Gellivör eða Flumbra.
Þessi hljóðlátu tröll urðu á vegi mínum í dag. Þarna kúrðu þau í hrauninu og lögðu kinn við kinn, kannski voru þau að leita eftir yl því þarna var hvasst og kuldanepja.
Það gerði ferðina mína í dag mun eftirminnilegri að hafa rekist á þetta tröllapar.
Athugasemdir
Þetta er ótrúlega flott mynd þegar maður fer að rýna í hana, meira segja hárið á stúlkunni ( er það Flumbra) til vinstri liðast undan vindinum. Gellivör er hinsvegar greinilega til hægri, þar sem hún skýtur út kjálkanum og er öll hörkulegri á svip.
Andrés Skúlason, 25.11.2007 kl. 21:40
Gellivör hin borgfirska var líka hið mesta hörkutól eins og sagan segir, Flumbra öllu mýkri á manninn. Þarna kúra þær saman blessaðar og hvíslast á í hrauninu.
Ásta Steingerður Geirsdóttir 6630706 25.11.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.