Tók með mér snjóinn :)

Er ekki farið að mugga i henni ReykjavíkSmile

Það er sannarlega gleðilegt. það er svo skrýtið að það fyllir mig orku og athafnagleði þegar fer að snjóa og vetur konungur vitjar okkar. Eins og kom fram í pistli gærdagsins var ég á Egilsstöðum í gær og þar var sannarlega vetrarveður. Krakkarnir kátir að geta farið að renna sér á sleðum og þotum. Ég hef líka tekið eftir því í mínu hverfi þegar snjóar  þá flykkjast börnin út að leika sér, þau verða glöð og kát að fá þessa tilbreytingu frá endalausri rigningu og sudda. Kannski er það barnið í mér sem verður glaðast þegar snjórinn kemur Smile við megum ekki gleyma að í okkur öllum blundar barnið. Það er voða gott að gefa því lausan tauminn og láta eftir sér að njóta. Nú ætla ég að fara út fyrir bæinn og komast í kyrrð og þögn, ganga um og finna svalann í loftinu. Gaman hefði nú verið að geta rennt sér á sleða eða byggt lítið snjóhúsSmile en ég náði ekki að taka svo mikinn snjó með mér að austan í gær, því er nú ver LoL þetta verður að duga í bili.

Ég vona að þið sem þetta lesið njótið þess líka að fá smá föl yfir .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband