Fagra Ísland

Hann heilsaði mér snemma í morgun hann "tugli" þegar ég ók sem leið liggur áleiðis frá  Hafnarfirði út á flugvöll. Það sindraði á sjóinn í höfninni af geislunum frá honumSmile  ég varð að passa mig  við aksturinn því hann fangaði svo hugann, svo glæsilegur var hann.

Vélin fór í loftið með smá látum því töluverður vindur var í  loftinu yfir borginni. Þegar komið var nokkuð áleiðis varð mér litið út um glugga vélarinnar og blasti þá við mér dásamleg sýn, tunglið  á himni skær og bjartur og landið snævi þakið. Þetta var eins og ævintýri. Gluggi vélarinnar var eins og rammi um þessa fögru sýn, þennan mikla bláma sem er þegar snjór þekur landið og ekkert annað er að trufla. Ég átti þá ósk heitasta að geta fangað þetta á filmu en það var ekki hægt, allavega ekki með þá tækni sem mín vél hefur upp á að bjóða. Við lentum svo á Egst. í dásamlegu vetrarveðri, frosti og snjókomu. Ég andaði djúpt að mér þegar ég kom út úr vélinni og naut þess í botn að skynja loks "árstíð" það er jú kominn vetur og við búum á Íslandi, ekki alveg sú tilfinning sem ég hef fundið að undan.

Þetta var góður dagur á Egilsstöðum, gat hitt dóttur mína, mömmu,  barnabörnin og setið málþingið sem mér bauðst  að taka þátt í. Það er ótrúlegt hverju hægt er að áorka á stuttum tíma Smile jólaundirbúningur  setti mark sitt á heimili dóttur minnar, hún s.s. sat við útsaum á gluggatjöldum fyrir eldhúsið sitt og   er ég kom til hennar að málþingi loknu var verið að baka mömmukökurSmile það var samt ekki stressinu fyrir að fara á heimilinu og gott að finna rólegheitin sem geta verið þó mörg járn séu í eldi.

Málþingið var verulega skemmtilegt, gaman að hitta þetta fólk sem búið er að vinna að verkalýðsmálum í fjórðungnum lengi, mislengi þó. Þarna vorum við líka sem erum flutt í burtu, en áttum okkar spretti á sínum tíma. Okkur langar að ná sem mestu af heimildum sem eru geymdar í hugum manna, þar á ég við atburði sem hafa átt sér stað  en ekki eru skráðar í fundargerðabækur félaganna. Skemmtilegar uppákomur, stríðsástand og allt þar á milli. Hann leið fljótt þessi dagur og ég komin á leið suður aftur áður en ég veit af, kl er 18:00 ............það er alltaf einhver söknuður í brjóstinu þegar Austurlandið  er yfirgefið, það er sjálfsagt þessi sveitamaður sem í mér býr, hann er  svo ráðríkur Wink 

Þó dásemd landsins hafi birst mér á austurleið þennan  morgun þá toppaði það sem augað nam úr glugga vélarinnar þetta síðdegi það gjörsamleg. Þar sem heiðríkjan var alger og tunglið lýsti upp landið í myrkrinu. Þetta hef ég aldrei áður upplifað, að sjá hálendið í "myrkri" úr  svo mikilli hæð.Þetta var hreint ótrúlegt.  þökk sé "tungla" gamla. Þessi sýn var SVO falleg, SVO dásamleg að orð fá því ekki lýst. Þetta er eitthvað sem geymist í hugskoti og nærir sálina, það er ekki efi. Það var líka gott að koma til höfuðborgarinnar í kvöld  því kalt vetrarloft tók á móti mér og hélt mér í réttri árstíð, merkilegt Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegar lýsingar og ljóðrænar.Já landið okkar er gífurlega fallegt,þettað er ekki þjóðremba í mér,var svo heppin að hafa ferðast mikið innanlands í sumar,og svei mér þá hélt að ég væri búinn að sjá allt það markverðasta á miklu flakki mínu á undanförnum árum.En það er allsekki svo,fór mikið um norðaustur land í sumar og hvílík fegurð hver dalur og tangi heillandi fjöll,fossar út um allt engin eins,það er alveg réttnefnt hjá þér þessi pistill,FAGRA ÍSLAND.

Jensen 24.11.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Ég þakka ykkur Sigríður og Jensen Mér þykir gott ef einhver nýtur þess að lesa pistlana mína. Jensen,Það er ekki þjóðremba þó manni þyki landið sitt fallegt og velti sér upp úr  fegurðinni með sterkum lýsingarorðum. Ég nýt þess að vera úti í náttúrunni og líka að segja frá því sem augað nemur og nota þá gjarnan sterk lýsingarorð Landið okkar er bara svo fallegt að engin lýsingarorð eru nægjanlega sterk til að standa þar undir Gaman að heyra að þér líkaði það sem norð-austurlandið hafði upp á að bjóða, það er mitt svæði.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 25.11.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband