3.11.2007 | 16:14
Vítisenglar og vopnabrak.
Það er skrýtin afstaða forráðamanna þessa þjóðfélags. Klámráðstefna er bönnuð og vítisenglar eru óæskilegir en ráðabrugg vopnaframleiðanda er eitthvað sem ekki er stuggað við. Þegar friðarsúla Yoko var tendruð í Viðey lýsti þáverandi borgarstjóri yfir stuðningi við frelsi og friðarmál......allavega friðarmál. Hvað svo....hvað er eiginlega í gangi í haus þeirra sem eru í forsvari okkar, hvernig geta þeir komið fram og lýst yfir stuðningi við eitthvað sem tengist friði og réttlæti og hoppað síðan yfir línuna og sett lóð á vogarskál vopnabraskara Ég er ekki að sjá hvernig við sem borgarar eigum að geta metið trúverðugheit svona manna. Þjóðfélagið logar þegar talað er um klám en þegar um vopnabrask er að ræða Þá bara...bara.Punktur.Hvar er borgarstjóri félagshyggjunnar? Eða er það kannski ekki félagshyggja sem að baki býr. það er skrýtið að standa frammi fyrir því að skilja hvorki upp né niður í gangi mála hvað varðar stefnumótun og skilyrði þeirra sem stjórna. Mér þykir það óneytanlega erfið staða. Þeir sem komu þessu fólki í áhrifastöðu með atkvæði sínu eiga skilið heiðarleika hvað varðar vinnubrögð.
Ég nenni ekki að skrifa meira, er einfaldlega þreytt á öllu þessu innihaldslausa brambolti sem er þjóðfélaginu og skilar engu nema leiða til þegnanna. Ætla út í sveit á morgun og finna smá frið og ró svo ég hafi orku í næstu viku í borginni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.