Samkynhneigðir/negrastrákar

Merkilegt að fylgjast með umræðunni um afstöðu þjóðkirkjunnar í máli samkynhneigðra. Fegin er ég að vera búin að segja mig úr þeirri samkundu sem þjóðkirkjan er. Ég er gáttuð á þeirri þröngsýni sem ríkir þar og ég held að það sé, sem og með marga aðra hluti að þekkingarleysi skapi fordóma, því þessi afstaða er að mínu mati ekkert annað en fordómar. Ég sá á bloggi hjá einum hér skemmtilega tilvitnun í gömul gildi þ.e. að karlar kvænast en konur giftast. Hann henti því svona  fram að þarna væri kannski eitthvað sem hægt væri að nota Wink Það er samt mín trú að í þessu tilviki eigi allir að sitja  við sama borð, ég er ekki  að skilja hvað þetta orð "hjónaband" er að þvælast svona fyrir kirkjunnar mönnum þar sem þeir eru jú að boða það sem kristur lagði til málanna á sínum tíma og var það ekki eitt af hans mottóum að allir væru jafnir. Flokkast þetta þá ekki undir rangtúlkun á hans orðum Smile Það er víst endalaust hægt að tala um þetta fram og til baka, en allavega er gott að umræða skuli vera í gangi og fólk tjái sig og segi hvað það er að hugsa hvað þetta varðar.

Annað var það á ljósvakanum sem ég var frekar slegin yfir og það er umræðan um "Tíu litla negrastráka " ég  er ekki alveg að ná hvað er í gangi með þá félaga. Þetta er að vísu bók sem ég sá ekki í mínum uppvexti en mamma mín sagði mér frá henni. Ég ólst upp við "tíu litla tappa"sem er nánast sami grauturinn í sömu skál nema að þeir "þvoðu trog og mjólkursíu, einn datt nið´rí elfina og eftir urðu níu" osfv. þegar ég svo eignaðist börn, þá komu "negrastrákarnir"aftur út og ég vitaskuld keypti bókina og söng þetta fyrir krakkana. Það var aldrei neitt í minum huga eitthvað  neikvætt gagnvart lituðu fólki samfara þeim flutningi, kannski vegna þess að móðir mín kenndi mér það að allir væru jafnir burtséð frá litarhætti eða skoðunum. Ég man svo sem ekki að hún segði það  beinum orðum, en hennar tal og hennar afstaða til  jafnréttist olli því að ég tel að við eigum öll að sitja við sama borð. Ég mun ævinlega vera þakklát móður minni fyrir hennar réttsýni og það sem hún gaf mér í farteskið hvað þetta varðar. Mér finnst með þessari umræðu um "negrastrákana" vera verið að ala á enn meiri fordómum, alla vega viðhalda þeim. 

Við verðum líka að passa okkur að fara ekki yfir strikið  í að  "passa"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband