Lýðræði á Kúbu og nagladekk :)

Nú vill Bush okkar blessaður stuðla að auknu lýðræði á Kúbu og hefur lagt fram margar tillögur hvað það varðar. Bush að stuðla að lýðræði, skyldi hann vita merkingu þess orðs. Ég er ekki viss um að minnihlutahópar í "guðs eigin landi" telji hann mikinn lýðræðissinna. Hann er tilbúin að "leyfa"góðgerðarsamtökum að gefa skólum á Kúbu tölvur,en með skilyrðum þó. Hann hefur þó ekki í hyggju að fella niður viðskiptabannið" það myndi bara styrkja kommúnistastjórnina". Hann er greinilega fullur af réttlætiskennd og lýðræðishugsjónum. Það er skelfilegt að svona maður skuli hafa slík völd eins og hann.  Einhverntíma fyrir margt löngu las ég bók sem bar nafnið "Falið vald" hún gaf manni smá innsýn í lýðræðið sem viðhefst í landi Bush og þá braut sem hann hefur fetað.

Það gladdi mig frétt sem ég heyrði frá "Reykjavíkurborg" þar sem fólk var hvatt til nota aðra kosti en nagladek þennan vetur. Í okkar bílaborg myndi það hafa marga kosti ef nagladekkjum fækkaði, þau gera lítið annað en að spæna upp malbikið og menga andrúmsloftið því ekki hefur svo mikið farið fyrir snjó né hálku veturna hér að undan. Það væri nú skemmtileg tilbreyting að fá snjókomu og jafnvel byl, svona til að minna okkur á þá árstíð sem  er.

 Það er annars með fádæmum hvað búið er að rigna. Hugsið ykkur ef þetta hefði nú verið snjórSmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nýbúinn að lesa þessa bók´´Falið Vald,,bók þessa skrifaði Jóhannes Björn Lúðvíksson og var hún gefin út 1979,af Erni og Örlygi.Í þessari merkilegu bók kemur fram hve mikla þáttöku,Bandaríkjamenn áttu þátt í heimstyrjöldunum,þeir voru beggja megin borðs,þar átti bissnesmaðurinn Rockefeller drjúgan þátt,hann seldi þjóðverjum vélar til framleiðslu vopna tildæmis.Rockefellerættin hefir átt samskipti við hinar mestu harðstjórnir,víða um heim. Það væri allt of langt mál að rita hér um aðra þekkta einstaklinga og ættir í bandaríkjunum og þau öfl sem þar starfa í skjóli,Rammspiltra afla í bandaríkjunum.Það með Kúbu er forkastanlegt að Bush skuli tala um lýðræði kúgarinn sá.VIVA CUBA.

Jensen 24.10.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband