24.10.2007 | 09:24
"Jeppar eða jeppar"
Það er sorglegt hvað margir af þessum stærstu og flottustu jeppum sem bruna eins og skriðdrekar um götur borgarinnar virðast vera með biluð stefnuljós, þá kýs ég nú frekar smábíl með virk ljós.
Það er ekki góð tilfinning þegar allt í einu einn þessa dreka hendist inn á akreinina fyrir framan mann algerlega að óvörum. það liggur við að bíllinn minn komist í framsæti svona jeppa svo miklu munar á stærð. Í þessu tilfelli skiptir stærðin ekki máli heldur stefnuljósin, því þau eru einn af lyklum þess að komast klakklaust milli staða, lykillinn að heila ökumanna, samskiptaform götunnar þar sem allir eru lokaðir inn í bíl og ekki nema brot af þeim sem þar eru eru hugsanalesarar
Svo bara rignir og rignir í henni Reykjavík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.