19.10.2007 | 09:28
"Ópið"
Ekki var annað hægt en að veltast um af hlátri yfir frétt hjá vísi í morgun.
Þar sagði af konu einni í Kópavogi sem olli ónæði með miklum öskrum úti á svölum eftir miðnætti. Það er jú gott ráð að öskra til að losa um spennu og uppsafnaða reiði , það vitum við á því höfðu þeir líka mikinn skilning lögreglumennirnir sem kvaddir voru til af nágrönnum sem ekki festu svefn vegna þessa miðnætur tónleika. Löggumennirnir buðu einfaldlega konunni í bíltúr upp í Heiðmörk þar sem hún lauk sinni aríu og gat farið heim í bólið að sofa.
Það sem mér þótti líka skemmtilegt var að myndin Ópið eftir Munch var höfð með fréttinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.