18.10.2007 | 23:02
Hefðbundin skilningur !!!!
Biskupinn okkar mælir fyrir frumvarpi sem segir að kirkjan standi við "hefðbundin "skilning á hjónabandi sem sáttmála milli karls og konu. Ja há, það er ekki öðruvísi!!!!!!!!!!
Er ekki komin tími á að biskup og þeir sem með honum standa í þessu máli komi sér inn í nútímann, allavega eitthvað nær en þeir eru.
Það er einkennilegur leikur þeirra sem standa að trúmálum að hanga í bókstafnum. ( er það ekki einmitt það sem mikla gagnrýni hefur hlotið hvað snertir ýmis lönd í austri) ég hef ekki betur heyrt.
Bókstafstrú hér og bókstafstrú þar er aldrei af hinu góða. Það er mín trú.
Það er nú eins gott að bregða ekki út af hefðinni, það er ekki siður íslendinga, eða hvað. Huh.
Hvað hefur þetta með hefð að gera, þetta er einfaldlega réttlætismál sem á 21. öldinni ætti ekki að þurfa að þvæla um á prestastefnu ár eftir ár.
Að mínu mati eru þetta ekkert annað en fordómar og eins og við vitum skapast fordómar af þekkingarleysi. Það ætti því að vera í skipulagi þessa hóps sem er á móti hjónabandi samkynhneigðra að víkka aðeins sjóndeildarhringinn sinn.
Ég vona svo að á næstu prestastefnu hafi þeim 40 sem styðja þetta réttlætismál vaxið ásmegin.
Það er leitt að þessi þjóð skuli vera svo langt í fortíðinni á sumum sviðum sem raun ber vitni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.