Hrakfallir :(

Dagurinn í gær byrjaði ljómandi vel, ljómandi veður og verkefnin næg. Laugardalurinn sóttur heim í hádeginu og allt í sóma og ljóma Smile
Ég lánaði bílinn minn bíllausum ættingja sem þurfti að sinna erindum í bænum þennan dag, enda sjálfsagt. Lánið lék ekki við hann blessaðan því hann lenti í óhappi. Það var s.s. ekið á hann og litla bílpútan mín öll skökk og skæld eftir að fá á sig stóran fjölskyldubíl, afturhurðin skökk og skæld sem og dekkið. Hann er kiðfættur á öðru núna, ekki glæsilegt. Þó hann sé ökufær þarf að gæta ýtrustu varkárni við hraðahindranir, svo ég tali nú ekki um ef hola er í malbikinu, þá upphefst mikill hávaði og ískur. Bílstjórinn minn var líka í órétti svo ekki er málið glæsilegt Frown

Hann var ekki beint upplitsdjarfur þegar hann tilkynnti mér þessar hrakfallir. Þannig er nú það, það verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, eins og máltækið segir. 

Það verður því lítið um langferðir á næstunni á mínum skælda bíl Angry

Það er samt alltaf ljós í myrkrinu og í þessu óhappi skaðaðist enginn.

Fer austur á morgun og mér sýnist á veðurspá að sumarblíða verði á Austurlandi þessa helgi. Það er ekki að spyrja að blíðunni þarna eystra LoL

Hlakka líka til að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn, prins Warén. Mig grunar að foreldrarnir ætli að upplýsa nafnið sem þau hafa valið, núna þessa helgi........spennandi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband