Hvar værum við án Framsóknar :)

Það er sem ég segi. Framsóknarflokkurinn, þetta litla kóð hefur lykil á mörgum stöðum. Það sannast best núna þegar Björn Ingi hefur sagt skilið við íhaldið og hoppað yfir á hinn kantinn:) Það er nú ekki annað hægt en að hlæja að  þessum leikþætti framsóknarmanna og vel skiljanlegt að sjálfstæðismenn séu svekktir ef  handsal  hefur verið milli þeirra Björns og Vilhj. í gær um áframhald samstarfsins. Eins og þetta kemur fyrir sjónir er framsóknarmaðurinn ekki alveg að koma fram að heilindum og hagar segli eftir vindi. Meiri skrípaleikurinn alltsaman.

Ég er nú samt ánægð að minnihlutinn er orðin að meirihluta, hefði samt viljað að framsóknarmaðurinn Björn Ingi væri utanborðs, ég einfaldlega treysti honum ekki, er skíthrædd að ekki þurfi mikið að koma uppá svo hann hlaupi ekki útundan sér.

Ég hef tröllatrú á þér Svandís, þú ert búin að standa þig eins og hetja . Líkti Dagur þér ekki við ísbrjót eða eitthvað álíka. Það er kraftur í þeim og þ.a.l. ekki galin samlíking.

Svo er bara að sjá hver framvindan verður og vissulega verðum við að halda vöku okkar og fylgjast grannt með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Skúlason

Hæ frænka
Ótrúlegt  hvað það er mikill samhljómur í  blogginu okkar , ég  gat nú  bara ekki annað en brosað þegar ég sá hvað við lítum þetta líkum augum.
Ég er nefnilega fullkomlega sammála þér með Björn Inga, hann er sko ekki merkilegur pappír í mínu augum sá tækifærisinni.
Bestu kveðjur að austan
Andrés  

Andrés Skúlason, 11.10.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband