Ég á mér stað........segir í ljóði einu að austan :)

Þá er hið íslenska sumar að renna sitt skeið enn eina ferðina. Mikið afskaplega er það nú stutt, ekki stór kvótinn sem við fáum hér norður í ballarhafi, en dásamlegt er það engu að síður. Ég búin að fara á bernskuslóðirnar og njóta þess sem best ég gat, var að vísu ekki fjallafær þetta sumarið en þvi er bara tekið sem hverju öðru hundsbiti og bæti úr því næsta sumar:) Það verður að segjast að sumarkvöldin á Austurlandi þetta árið voru dásamleg. Það var eins og segir í ljóðinu "Hér er kyrrð og hér er friður,hvíslar hljóður sjávarniður,haf og himinn faðma gullinn sólareld. Hér er fagurt íslenskt sumarkveld" Þessar litlu ljóðlínur hafa einhverra hluta vegna fest sér rúm í huganum mínum og koma gjarnan fram þegar  flakkað er um hið yndislega land okkar á sumrum.

Hún var góð tilfinningin fyrsta kvöldið þegar ég lagðist til svefns og gat hlustað á þögnina. Mikil er sú dásemd sem þögnin getur verið, ég get víst aldrei vanist borgarniðnum og er bara þokkalega sátt við það, mig langar ekki til að venjast honum því þá þætti mér ég ekki lengur vera ég sjálf. Það er eflaust skrýtið að segja svona, en þetta er tilfinningin mín. 

Dagarnir á Borgarfirði, sér í lagi seinni ferðin mín þangað, voru hreint dásamlegir. Bræðslan að baki sem og verslunarm.helgi. (Það var samt verulega gaman báðar þær helga,hitti SVO marga og það var SVO skemmtilegt) Það var því rólegt í þorpinu og gott að rölta í miðnæturkyrrðinni niður á bryggju og hlusta á sjóinn gjálfra við fjörusteinana. Fuglinn ótrúlega spakur þar sem hann synti við bryggjuna, er ekki frá því að þar hafi m.a. verið teista á ferð. Ég er nú ekki sú besta að þekkja fugla en tel mig þó þekkja flest alla þá algengustu :) Hvað er yndislegra en fallegt sumarkvöld og það á bernskuslóðum, ég veit allavega ekkert sem getur toppað það:)

Bræðsluhelgin var verulega skemmtileg, við sem vorum í Steinholti borðuðum úti því blíðan var slík að ekki var annað hægt en vera úti. Gítarinn eða réttara sagt gítararnir, því þeir voru víst 3 á staðnum, voru dregnir fram og svo söng hver með sínu nefi hvort heldur voru gamlir slagarar, ástarljóð til Borgarfjarðar og enskir slagarar :) bara eins og það á að vera þegar fólk með þá breidd í aldri sem þarna var er saman komið :) Við  eldri krakkarnir gengum svo til Bræðslu þegar liðið var á tónleikana því okkur var í mun að hitta alla þá vini og kunningja sem við vissum að þarna  væru, ekki brást það heldur :) Það er svo skrýtið að þegar maður meðtekur svo margt á svo stuttum tíma þá tekur marga daga að vinna úr því :) púff :)

Þarna voru líka margir af "þekktum" andlitum þjóðar vorrar, einn þeirra var svo ljónheppin að hitta Steinholtsgengið þegar hann kom í fjörðinn. Þannig er að bensínsalan er við túnfótinn og  sá hinn blessaði maður fékk ekki við dæluna  tjónkað því hún tók bara kort :) hann sem notar eingöngu peninga :) kenjóttar þessar dælur :) við björguðum  því þessum ferðalangi og láðum honum kort svo hann kæmist nú leiðar sinnar. Við hittum hann svo niður við Bræðslu og var hann mikið þakklátur fyrir þessa björgun en fór svo örlítið útfyrir raunveruleikann og taldi sig komin með "stuðningsmenn" í pólitíkinni, eins og hann orðaði það. Það var réttilega leiðrétt á staðnum :) en þetta var skemmtilegt og  eins og annað, bætist í minninga safnið. Það var svo sprokað, sungið og dansað langt fram á nótt eins og siður er.

Ég fór svo í Hérað en aftur á Borgarfjörð því ekki  gat ekki látið fram hjá mér fara hagyrðingana góðu, þeir voru sérlega skemmtilegir ekki verður annað sagt. Andrés BjörnsSA400069SA400085, hann er BARA frábær. Ekki  að það hafi komið á óvart, nei aldeilis ekki, það er bara svo langt síðan ég hef hlustað á hann karlinn. Skemmtilegur dansleikur og farið á Hjallhólinn og sungið að dansleik loknum, ég gat að vísu ekki tekið mikinn þátt í söngnum þar sem bólguskratti hrjáði raddböndin mín :( en gaman var þó að sitja þarna í sumarnóttinni og hlusta á sönginn. Daginn eftir var svo stefna tekin á Svartaskóg, þar er alltaf "glaumur, grín og glens" við renndum því burt úr firðinum fagra um hádegi á laugardag  því heim ætluðum við að sækja í leiðinni frú Katrínu á Kirkjubæ (skólasystur úr ME) það gekk eftir þó á öðrum bæ fyndum hana. Hún hress að vanda, nema hvað! Við náðum svo í Brúarás um þrjú, dagskráin að vísu byrjuð en Jói (Jóhann Kristj. eftirherma) sagði það litlu skipta fyrir okkur þar sem hann væri ekki enn stigin á svið og við því ekki misst af neinu :) þarna voru utan hans Fúsi á Brekku, Aðalst. Ísfjörð, söngvaband og drengir tveir úr Fljótsdal  (tvíburar) að ég held, sem eru gífurlega góðir á nikku. skemmtileg dagskrá. Við ókum svo í Svartaskóg og reistum þar okkar bragga, tvö herbergi og stofa :) pússuðum og snurfursuðum okkur og fórum síðan á dansleik, sko EKTA harmonikkuball. Ég hef ekki farið á svona dansleik í nær 2o ár þetta var alveg geggjað, ég held að við höfum ekki setið einn einasta dans, það var bara dansað og dansað og dansað. Mér þótti alveg sérlega gaman að upplifa "alvöru" harmónikkudansleik og hvað það getur verið gaman.

Allt gott tekur enda hvað sem það heitir, hvort heldur sumar eða frí eða bara ........ 

S.s.sumar að baki en við tekur haustið með sinn sjarma :) hlý mjúk dimman svo ekki sé minnst á þetta hefðbundna sem fylgir haustinu eins og berjatínsla og sláturgerð :) Allar árstíðir með sitt sérkenni. Það styttist svo eftir það í jólin, þar á eftir er farið að telja niður til páska , nú þar á eftir er svo komið vor að nýju :)

Er þetta líf bara ekki dásamlegt :)+

SA400050SA400026

 

 

 

 

 

 

 

 

SA400035SA400047

 

 

 

 

 

 

 

 

 SA400074


Austurland að Glettingi...nei, Barnarey :) flottast :)

Þegar ég kvaddi vini mína eftir skemmtilega afmælisveislu þann 18.s.l. sagðist ég ætla að taka með mér góða veðrið austur á land, því þangað var för minni heitið þann 20. Það er skemmst frá því að segja að þessi ósk mín rættist, er það ekki dásamlegt  þegar óskir rætast :) Ég er að vísu ekki alveg búin að snúa ofan af mér, veit ekki alveg hvernig á að slaka á og  þið vitið gera ekki neitt, kann það víst voða illa. Ég á framundan rúmar 3 vikur í slökun, púff, er ekki alveg að sjá þetta fyrir mér. Þar sem ég hef ekki "leyfi" á fjallgöngur sem stendur þá langar mig mest af öllu á fjöll, er  þetta ekki merkilegt hvað það togar í mann það sem ekki má, sama á hvaða aldri við erum Wink fyndið.

Þar sem ég hef ekki komið í" Fjörðinn fagra" svo óralegni á að sækja hann heim um helgina, fara á tónleikana í gömlu bræðslunni, sýna sig og sjá aðra. Eitthvert slangur er af ættingjum á svæðinu og það verður gaman sproka við það, grípa "gítarinn og gefa honum inn" eins og sagt var í einhverjum gömlum slagara héðan að austan Smile

það er svo gaman þegar komið er á Borgarfjörð á sumrin, það úir og grúir af burt fluttum á öllum aldri, en allir geta dottið í gamla gírinn og klukkutímum saman er oft setið og sungið. Borgfirðingar eru einkar söngelskir og þegar sólin skín nær allan sólarhringinn þá er leitt að þurfa að sofa, mun skemmtilegra að sitja úti í miðnætursól og syngja. Þær eru margar minningarnar frá þannig stundum sem geymast í hugskotinu, það er svo dásamlegt.

Nú er ég að hugsa um að fara að "slaka á " þið vitið........er í fríi. 

 

 


Þakka þér, Árni Tryggvason :)

Þakka þér Árni fyrir að koma fram fyrir skjöldu og benda ráðamönnum okkar á  þessa brýnu nauðsyn. Vonandi hefur þetta útspil  þitt  eitthvað að segja, það er einfaldlega komin tími til að þeir sem ráða ríkjum og stjórna, staldri við á þeirri reið sem þeir eru og dytti að, í stað þess að ana áfram  að einhverju marki sem skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli hvað þetta varðar er að það sé farið með fólk eins og "fólk" þarna er mikill munur á eins og þeir vita sem hafa þurft að dvelja  t.d. á þeirri deild sem Árni vitnar í.

Ég sjálf hef aðeins tjáð mig hvað varðar aðbúnað gamla fólksins okkar. Það virðist vera sama hvar borið er niður með þann málaflokk er lýtur að heilbrigðisþjónustu, alsstaðar komum við að því sama ................nefnilega því, að heilbrigðiskerfinu okkar hefur hrakað undangengin ár, svo um munar. Ég verð svo döpur þegar ég hugsa um það, að þjóðin mín, sem er svo framarlega á svo gífurlega mörgum sviðum skuli ekki hlúa betur að sjúku og öldruðu fólki en raun ber vitni. Við erum svolítið á bandarísku leiðinni, ekki er það nú gott. Þeir íslendingar sem búa í Bandaríkjunum  segja gjarnan  að gott sé að búa þar en, þar vilji þeir ekki verða gamlir. Nefnilega. Við getum svo sagt okkur hvernig heilbrigðiskerfið þar  er , allavega að hluta, í gegn um myndina hans Michael Moore.

Til viðmiðunar langar mig að  benda á, að frænka mín sem býr í Danmörku og vinnur við aðhlynningu gamla fólksins þar , segir að þar vilji hún  vera þegar hún verði gömul. Þetta segir mér ýmislegt. Þetta segir mér það að í Danmörku er  frekar hugsað um þarfir eldri borgara en gert er hér. Það fær að halda sinni reisn, sem er frumskilyrði hvers einstaklings og það sé borin virðing fyrir  þeirri kynslóð sem er að baki þess sem er.

Ég er kannski farin að rausa um sama hlutinn aftur og í mínum síðasta pistli, en ég held að þessi vísa verði ekki of oft kveðin. Þetta er einfaldlega hlutskipti okkar allra, það að verða gömul og hvaða veröld kjósum við þegar að þeim tímapunkti kemur. 

Árni Tryggvason var maður að meiru að tjá sig opinberlega um þessi mál og ég vona að fleiri geri það í kjölfarið.

það er sko sannarlega kominn tími til að taka til á þessum bæ. 

 

 


"Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður.............."

"það skal þú og þeim gjöra" Þannig hljómar hin svokallaða "gullna regla" sem er góð og gild. Mér dettur hún oft í hug þegar verið er að "ráðskast" með gamla fólkið okkar. Ég  veit ekki hvaða hvöt það er í íslenski samfélagi sem gerir það að verkum að gamla fólkinu er hent sitt á hvað og holað niður eftir einhverri hentistefnu þeirra sem ráða í það og það skiptið. Ég hef aldrei skilið, þegar verið er að flytja fólk sem komið er á efri ár, úr sínu umhverfi og því plantað niður eftir hentistefnu einhverra ráðamanna á þennan eða hinn staðinn. Það má vel vera að ég taki stórt upp í mig með þessa yfirlýsingu, en ég held þó að hún eigi fullan rétt á sér. Það er aumt til þess að vita í þjóðfélagi sem á ALLT, að þeir sem búnir eru að byggja grunninn að hluta þeirra velferðar sem við búum við, skuli vera fluttir það sem kallað var hér í eina tíð "hreppsflutninga" þannig er það nú samt, því annað er ekki hægt að kalla það.

Það á að vera krafa hvers einstaklings að hann fái að eyða síðustu æviárum sínum í sinni heimabyggð. Það myndi margur vandinn að baki ef svo væri. Í fyrsta lagi myndi þeim eldri borgurum sem þetta hlotnaðist líða mun betur og í öðru lagi myndu við þetta skapast störf sem er, jú, það sem vantar svo víða í litlum byggðarlögum á landsbyggðinni. Meðan ég bjó austur á landi, í litlu byggðarlagi þá ræddi ég þetta oft við oddvita þess samfélags, en það var ekki miklum skilningi að mæta þar. Mér hefur alltaf þótt þetta mikil skerðing á mannréttindum. Það þarf ekki annað en heimsækja það fólk sem á efri árum hefur verið hent inn í eitthvert ókunnugt samfélag og sjá og finna hvernig því líður. Er það þetta sem þeir óska sér, þeir sem ráskast með þessi mál. Ég hef nú grun um að svo sé ekki. Annað sem gamla fólkinu okkar er boðið upp á og það er, að  því er skákað inn á herbergi með "einhverjum" einstaklingi sem það oftátíðum getur engin samskipi haft við. Dæmi: Hvernig þætti okkur að vera í herbergi með einstaklingi sem hljóðar og kveinar tímunum saman, hvort heldu er á nóttu sem degi. Það sjá auðvitað allir að það er engum bjóðandi...............nema hvað, jú, gamla fólkinu okkar er boðið upp á þetta. Þetta er ljótt og þeir að misnota aðstöðu sína sem eru með völd og teljast með fulla sansa. Við vitum að margt af okkar gamla fólki hefur ekkert bein í nefi til að malda í móinn, þó að þeim sé höggvið. Það eru þeir sem eru í fullu fjöri, sem ættu að hafa skyn á að svona bjóðum við ekki þeim sem búnir eru að skila ævistarfi sínu.

Það er skrýtið að svona glæsileg þjóð sem er svo framarlega á mörgum sviðum og vill ætíð vera með "frontinn" fagrann og flottan skuli gleyma grunninum sínu, því hvað er gamla fólkið annað en grunnurinn okkar. Ég sé ekki betur en þeir sem byggja hús byrji á grunninum, það telst eðlilegt, án hans stæðu  þessi blessuð hús ekki.

Hvað erum við að hugsa.

Stjórnvöld guma af peningum í ríkissjóði "hallalaus rekstur sem meira að segja skilar arði" halló........til hvers í fjandanum þarf ríkissjóður að skila arði, eru þetta ekki peningar sem við eigum að nota til samfélagsins.

Sýnum gamla fólkinu okkar meiri virðingu, ekkert ykkar sem þetta les, óskar sér þegar aldurinn færist yfir, þess hlurskiptis sem stór hluti eldra fólks þarf og neyðist til að sætta sig við í dag.............árið 2008 

Þetta er ljótt. 


"Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar..........."

"Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík" Smile Það er yndislegt hversu margir hafa ort ástarljóð til landsins okkar dásamlega. Þó verið sé að vitna í vorkvöld í framangreindu ljóði þá komu mér þessar línur í hug í gær þar sem ég sat í flugvél á leið til Egilsstað. það var hinn fegursti morgunn, glampandi sólskin og það merlaði á snævi þakin fjöllin. Akrafjall og Skarðsheiði blöstu sannarlega við, en ekki sem fjólublár  draumur í þetta sinn eins og í ljóðinu góða, samt draumi líkust, svo hrein,kyrr og fögur. Það var sko draumi líkast að sjá landi úr lofti þennan dag, stafalogn, sólskin og svo bjart að sjá mátti norður yfir allt land Heart

Snæfellsnesið var líka tignarlegt með hvíta snjóhulu og jökulinn prúða  trónandi á enda nessins, sem teygir sig út í Atlandshafið. Að sjá alla þessa fegurð fyllti mig gleði og stolti yfir þeirri auðlegð sem við eigum, svo mikla að mig langaði að gráta. Hún er svolítið skrýtin tilfinningin að langa að gráta af gleði, en kannski var það angi af sorg sem olli því að mig langaði að gráta við þessar aðstæður, sorg yfir því að til séu menn sem vilja eyðileggja þetta fagra sem við eigum, þeim sem taka auðinn fram fyrir það ósnortna. Það er í rauninni ekki skrýtið þó svoleiðis afstaða sé grátin.

Ég fylgdist hugfangin með snævi þöktu hálendinu á leiðinni austur, það var BARA magnað. Þegar við nálguðumst Austurlandið lá yfir því skýjabakki svo ég gluggaði í blöðin þar til Fljótsdalurinn birtist og öll ský á bak og burt Smile  sól og blíða  tók því á móti mér . Dóttir mín hafði  það á orði að það væri einkennilegt hvað ég væri alltaf heppin með veður þegar ég flygi, innanlands sem utan, ég er víst alloft með draumkenndar lýsingar á þeirri fegurð sem fyrir augun ber  í mínum flugferðum Wink Já, það er nú nefnilega það Wink Ég ætla sannarlega að vona að ég verði áfram lánsöm með veður á mínum ferðum um loftin í framtíðinni, því ég er hreint og beint heilluð af þessum sjónarhóli landa.

Dvölin á Egilstöðum þessa helgi var hin bezta, var í góðu yfirlæti hjá dóttur minni og hennar fjölskyldu, fór meira að segja í blaðaútburð með henni Agnesi dótturdóttur minni í morgun, það var verulega gaman.  Sveitaþorpið var með rólegu yfirbragði, þrestirnir sungu sem mest þeir máttu því vorið er farið að bæra á sér í loftinu, það brá m.a.s.fyrir  ropi í karra og túnin á Egilsstaðabýlinu voru kakkfull af gæs. Hún var því notaleg gangan okkar Agnesar með blaðagrindina í eftirdragi þennan sunnudagsmorgun Heart

Kom með lungun full af sveitasúrefni til baka Wink 


Yndislega Austurland .)

Það er spennandi helgi framundan. Ég á leið austur á land Heartúff hvað ég hlakka til. Það er ótrúlegt hvað landsbyggðahjartað slær hraðar þegar svona ferð er í augsýn. Það er nú ekki svo að um langa dvöl sé að ræða, tæpir tveir sólarhringar, en, það er hægt að hlaða sálarrafhlöðuna heljarinnar mikið á þeim tíma.

Það sem er svo heillandi við þetta litla land okkar er hversu gífurlegar andstæður (veðurfarslega) eru á ekki stærra skeri en raun ber vitni. Það er farið upp í flugvél hér syðra í marauðu og eftir tæplega klukkustundar flug lent á Egilstöðum eða Akureyri í kafaldssnjó. Mér þykir það alltf jafn skrýtið, þó svo ég sé búin að upplifa þetta "milljón" sinnum. Núna eru einmitt svona aðstæður, allt marautt hér syðra en búið að kakka niður snjó á Egilsstöðum. Það verður dásamlegt að anda að sér sveitasúrefninu, það er einhvernvegin áhrifameira en borgarsúrefnið, ekki spurnig, svo kyrrðin á kvöldin, hún fyllir mann svo mikilli orku.SmileSmile Þessi sífelldi niður, allavega þar sem ég bý hleðst einhvernvegin upp í sálinni og veldur mér þreytu þegar til lengdar lætur. þessvegna finnst mér nauðsyn að komast út fyrir ysinn og þysinn með reglulegu millibili til að halda sálartetrinu í þokkalegu formi.

Ég er bara helsjúkur landsbyggðamaður sem fyrir misskilning lenti hér á mölinni og verð að bíta í það súra epli,en geri það besta úr því sem hægt er. Það er ekki svo erfitt, las Pollýönu á sínum tíma og smelli mér þá í þann gír þegar við á.............ekki flókið.


Bensín / Náttúran........eða bara.........hlutlaus :)

Smile

 Gott var að heyra þingmenn takast á um mismun lögreglu á mótmælum hér á landi :)  það var sannarleg þörf þar á, því ekki sitja allir við sama borð hvað það varðar, nei, ó nei. Bjössi Bjarna, blessaður karlinn, hann hefur ekki skilning á þessu frekar en búast mætti  við, Það er bara sorglegt að horfa upp á karlgreyið þegar svona mál koma upp, hann svarar eins og óupplýstur krakki. "Það er á valdi lögreglu" í það og það skiptið........já er það? Eru ekki einhverjar reglur sem þessar "lögreglur" eiga að fara eftir. Þetta eru MJÖG einkennileg skilaboð, ekki skilaboð sem ég kaupi.

Mér þótti samt gott að þetta skyldi vera tekið til umræðu í þinginu, þó ekki væri annað. 

Er það á valdi lögreglu að stoppa fólk og spyrja um skoðanir þeirra á virkjunum, eins og gert var fyrir austan við fólk á leið inn að Kárahnjúkum  2005, það efa ég. Hefur lögreglan leyfi að vísa fólki af tjaldsvæðum þó það hafi ekkert af sér gert, bara af því það hefur einhverjar "skoðanir" sem "þeir" aðhyllast ekki.  Ég segi "þeir" því það er ekki neinn lagabókstafur fyrir þannig gjörðum, en Bjössi Barna  hlýtur að hafa haldbæra skýringu þar á. Það fólk var ekki að stofna lífi einna né neinna í hættu, svo ekki var það þess vegna.

 Það hefur mikið verið klifað á því að mótmæli bílstjóra skapi hættu en, ennþá hafa þeir fengið nær óáreittir að halda sínum mótmælum áfram  enn og aftur. Hvar hefðu þeir sem berjast fyrir hreinu og óspilltu landi verið ef þeir hefðu haft sig svo mikið í fram. Ég held við þurfum ekki að bíða eftir svari, við vitum það af fenginni reynslu að þeir hefðu verið fjarlægðir, svo einfalt er það.

Það er von mín að bílstjórarnir okkar haldi sínu striki, þeir eiga minn stuðning. Ég ætla LÍKA að vona að næst þegar umhverfissinnar mótmæla að þeir fá sitt ráðrúm, það er kominn tími til. Nú höfum við fordæmi hvað lögreglu snertir hvernig tekið er á mótmælendum ..........hlakka til Smile


Ekki sama "Jón og séra Jón"

Mótmæli vörubílstjóra hafa víst ekki farið fram hjá neinum nú að undan. Það hefur sannarlega glatt mig hversu mikinn skilning þessi mótmæli hafa hlotið hjá hinum almenna borgara, þrátt fyrir allar þær tafir og óþægindi sem af þeim hafa hlotist,það er jú fylgifiskur svona aðgerða. Það sem mér þykir einkennilegt í þessu "mótmælaferli" ef svo má að orði komast, er sú mikla þolinmæði sem bæði lögregla og aðrir ráðamenn sýna. Við erum að vísu ekki mikið í því Íslendingar að mótmæla þegar okkur er misboðið, því er nú ver og miður. Það kemur þó fyrir að sá gállinn er á okkur og hefur náttúruverndarfólk sinnt því einna best, að mínu mati.

Mótmælum þeirra hefur ekki verið tekið með þeim skilningi og þeirri þolinmæði frá hendi laganna varða, sem sýnd eru þessa daga. Það er einkennilegt hvað þessir laganna verðir virðast hafa mikið vald til að flagga hentifánanum og mismuna þegar svona uppákomur verða. Ég sé það ekki fyrir mér, að þeir sem mótmælt hafa virkjanastefnu og byggingu álvera, hefðu lagst á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, stöðvað umferð dag eftir dag og komist upp með það. Það þarf ekki að fara neitt gífurlega marga mánuði aftur í tímann til að rifja upp mótmælin fyrir austan, þar sem fólk var hundelt og fylgst með því landshorna í milli, aðrir voru settir í steininn.Það er greinilegt að ekki er sama  hverju mótmælt er, þrátt fyrir  þann óskorða rétt okkar sem  búum í svokölluðu lýðræðisríki að mótmæla, þannig er það nú bara.

Það er ekki svo að ég styðji ekki þau mótmæli sem eru í gangi, það geri ég af heilum hug og er stolt af löndum mínum að láta til skarar skríða. Það er vissulega svívirða hversu hátt gjald við verðum að greiða fyrir dropann á bílinn okkar, en það er "líka" svívirða hvernig farið er með landið okkar og eftir kokkabókum þeirra sem nú ráða á helst engu að eira.

Það fer fyrir brjóstið á mér.

Ég vil að allir sitji við sama borð. Þegar okkur er misboðið og við viljum nýta okkur það "frelsi" að mótmæla, hvert svo sem málefnið er eiga "þeir" ekki að hafa það vald eða "voga" sér að veifa sínum hentifána og draga fólk í dilka eftir eigin skoðunum, en það er greinilega það sem þeir gera, annars kæmi ekki svona staða upp eins og hefur sýnt sig þegar borin eru saman viðbrögð við mótmælum hér á Íslandi undangengin ár.

Ég vona að fleiri en ég hafi séð fáránleikann sem er á ferðinni hvað þetta varðar. Við verðum greinilega að vera betur á varðbergi hvað rétt okkar til mótmæla varðar :)

Svo er bara að vona að aðgerðir bílstjóranna okkar beri einhvern árangur og  "falið vald" verði ekki ofaná eina ferðina enn. 


Kína eða Kúba !

Einkennilegur er sá hlutur hversu ríkjum er mismunað. Í gegn um árin hefur Kúba verið lögð í einelti vegna stefnu Kastrós og eins og "vinirnir " okkar, Bandaríkjamenn segja,að þar sé "einræði" og mannréttindi fótum troðin. Gott og vel,en hvað með Kína, hvað hefur verið að gerast þar, eru ekki mannréttindi fótum troðin þar líka. Það er MJÖG einkennileg sú hentistefna  að vinsa úr þau ríki sem þeim henta og hugnast að hafa samskipti við og líta þá gjarnan fram hjá hlutum sem þessum. Mér finnst þetta eiga við núna þegar baráttan í Tíbet er á vökum ljósvakans. Kínverjar eru búnir að kúga þessa þjóð ALLTOF lengi og tími til komin að þeir fái sitt sjálfstæði.

Íslendingar ættu manna best að skilja þjóð sem berst fyrir sjálfstæði sínu.

Það er líka vitað mál að mannréttindi í Kína eru fótum troðin, en samt er þetta ríki sem bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa full samskipti við og ekki hafa verið sett höft á þá eins og gert var við Kúbu. Hún er einkennileg þessi mannskepna, það verður ekki annað sagt. Hentifáninn á lofti ef eitthvað er á því að græða.

Þegar ég var unglingur las ég bók sem heitir"Drekinn skiptir um ham" ég var yfir mig heilluð af þessari bók og er búin að leita mikið að henni nú síðastliðin ár því mig langar að lesa hana aftur, einhvernvegin glutraði ég henni frá mér á sínum tíma. Mér þótti yfirferð Maós um sveitir Kína afrek, sem það kannski á vissan hátt var og sagan heillandi um þessa byltingu sem ég trúði að yrði til að bæta líf fólksins. Kannski hefur eitthvað batnað, ekki skal ég um það segja, en  seinna fór ég að hugsa þetta dýpra og sá þá ýmislegt sem auga unglingsins ekki nam, enda var þetta skáldverk og byggt á sögu byltingarinnar (að mig minnir)

Nú er árið 2008 og við hér á Íslandi viljum jú flest vera í takt við tímann, ekki satt? Við hömpum okkar sjálfstæði og erum stolt að hafa komist undan okkar kúgara, en, getum við varið stefnu Kína í Tíbet. Ekki að mínu mati.

Það sat maður fyrir svörum í Kastljósi eitthvert kvöldið nú að undan, varðandi mál Tíbeta og hann sagði það ekki tímabært að þeir fengju sjálfstæði, bíddu nú við, hver er dómbær um það. Er það á valdi einhverra annarra en þeirra sjálfra, ég bara spyr. Ætlum við aldrei að komast úr fortíðinni hvað snertir sjálfsögð mannréttindi.

Þetta er þjóð sem vill fá að ráða sínum ráðum á eigin forsendum, rétt eins og við Íslendingar á sínum tíma og lái þeim hver sem vill. Þetta eru einfaldlega sjálfsögð réttindi hverrar þjóðar og mér þykir  sárt að heyra landa mína tala um það sem sjálfsagðan hlut að Kínverjar ráðskist með þetta land og fólk eins og raun ber vitni.

Þar sem Kastró er nú frá ættu Bush og hans fylgifiskar að anda léttar, Bush vill jú færa Kúbverjum "lýðræði" eins og hann hefur margoft sagt :) Blessaður aumingja maðurinn, það eru einkennilegar sýnir hans á lýðræði. Væri nú ekki betra að hann tæki til í eigin garði áður en hann hefst handa að  reyta illgresið úr annarra görðum. Með allri virðingu fyrir fyrrnefndum Bush, þá held ég að mannréttindi á hans skika séu ekki á háu plani svo ráð mitt til hans er, að koma sér í stígvélin, setja upp gúmhanskana og drullast af stað að taka til og koma skikki á sína heimaslóð og láta aðra í friði. Ég sá fyrir stuttu mynd Michel Moore um heilbrigðiskerfið sem fólkið hans býr við....ég segi bara "guð minn góður" ef þú ert einhversstaðar, láttu þetta aldrei henda okkur. 

Verum svo sjáfum okkur samkvæm og gleymum ekki þeirri baráttu sem við háðum til að öðlast það sjálfstæði sem við státum af í dag. Stöndum við hlið þeirra sem  enn  berjast við yfirgang og kúgun. Það verður ætíð horft til okkar með virðingu þegar við tökum þannig afstöðu.

Tíbetbúar eiga allan minn stuðning.

 

 


Það er eitthvað mikið að :(

Ég varð verulega slegin og reið við lestur fréttar þar sem segir frá lokun pósthúss og banka á Flúðum. Hvað er eiginlega í gangi? Hvernig samfélag viljum við ? Þetta er svo sem ekki ný bóla hér á landi, því miður. Eins og einn íbúi Flúða komst að orði í blaðaviðtali þá er það viss "félagsleg athöfn" að fara á pósthúsið og í bankann, þar hittist fólk og hefur samskipti sem ekki fást við tölvuskjáinn. Það er bara ekki fólki bjóðandi að "neyðast" og ég segi neyðast, til að fara inn á þá braut að hafa flest samskipti í gegn um tölvu, allra síst gamla fólkinu okkar. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og bankarnir raka saman fé og eru með svínslega háa vexti, þá skerða þeir þjónustuna við fólk í litlum byggðarlögum. Það verða kannski bara bankar í stærstu byggðarlögunum eftir einhver ár, hver veit.
þetta flokkast sjálfsagt undir hagræðingu eins og svo margt nú til dags. Hagræðingin blessuð tekur nú samt ekki alltaf mið af þörfum íbúanna, það virðist vera aukaatriði. Meðan áfram er geisað í gróðahyggju nútímans og bankar landsins eru að flytja starfsemi til annarra landa er farið aftur til fortíðar hér heima með svona vinnubrögðum sem þessum. Þeim er lítill sómi af þeim sem fyrir svona misrétti standa.
Ég er reið AngryAngryAngry

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband